Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri Andri Már Eggertsson skrifar 6. maí 2023 17:12 Díana Guðjónsdóttir var ánægð með sigurinn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik. „Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
„Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira