Klopp segir óraunhæft að ætla að ná fjórða sætinu Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:31 Klopp þakkar stuðningsmönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir vonir Liverpool um að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar ekki vera raunhæfar. Hann var sáttur með sigurinn gegn Fulham í kvöld. Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“ Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“
Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira