Klopp segir óraunhæft að ætla að ná fjórða sætinu Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:31 Klopp þakkar stuðningsmönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir vonir Liverpool um að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar ekki vera raunhæfar. Hann var sáttur með sigurinn gegn Fulham í kvöld. Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira