„Ég er jafnoki Pep, Klopp og Arteta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 07:00 Sam Allardyce er orðinn knattspyrnustjóri Leeds. lufc.co.uk Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari Leeds í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa tekið sér tvær mínútur til að hugsa um tilboð Leeds að gerast þjálfari liðsins. Hann segir áskorunina að halda liðinu uppi þá stærstu á ferlinum. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil. Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil.
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira