„Ég er jafnoki Pep, Klopp og Arteta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 07:00 Sam Allardyce er orðinn knattspyrnustjóri Leeds. lufc.co.uk Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari Leeds í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa tekið sér tvær mínútur til að hugsa um tilboð Leeds að gerast þjálfari liðsins. Hann segir áskorunina að halda liðinu uppi þá stærstu á ferlinum. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil. Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil.
Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira