Evrópumeistararnir missa annan lykilleikmann í meiðsli fyrir HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2023 07:01 Fran Kirby (t.v.) verður ekki með enska landsliðinu á HM í sumar. Jonathan Moscrop/Getty Images Fran Kirby, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, mun missa af HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðsla. Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki