Spurðu Guardiola að því hvernig sé hægt að stoppa Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 15:00 Pep Guardiola fagnar með Erling Haland eftir að sá norski hafði átt enn einn markadaginn. MB Media/Getty Images Manchester City tekur á móti Arsenal í kvöld í óbeinum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira