Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 14:43 Þó svo að vopnahléi hafi verið komið á í Súdan í gærkvöldi hafa átök geisað í dag. AP Photo/Marwan Ali Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku. Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku.
Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent