Raab segir af sér vegna ásakana undirmanna um einelti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 10:30 Raab var ráðherra í ríkisstjórnum Sunak, May og Johnson. epa/Neil Hall Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan eru niðurstöður rannsóknar á ásökunum fjölda undirmanna hans um einelti og áreiti. Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“. Bretland Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“.
Bretland Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira