Hæpið að Tiger Woods nái næsta PGA-móti Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2023 12:22 Tiger Woods haltraði um Augusta völlinn á Masters-mótinu í upphafi þessa mánuðar og var greinilega verkjaður. Vísir/Getty Tiger Woods gekkst í gær undir aðgerð vegna ökklameiðsla sem urðu til þess að hann þurfti að draga sig úr keppni á þriðja hring á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði. Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót. Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót.
Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira