Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Keflavík endi í 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Keflavík Ár í deildinni: Þriðja tímabilið í röð í efstu deild Besti árangur: 3.-4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 8. sæti í efstu deild Þjálfari: Jonathan Glenn (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Ana Paula Santos, 5 mörk Síðustu tvö ár hefur Keflavík spilað í efstu deild eftir að hafa komist upp nokkuð örugglega árið 2010. Bæði tímabilin í efstu deild hefur liðið endað í 8.sæti, fjórum stigum frá falli. Í fyrra með 16 stig, tveimur stigum minna en árið áður. Þrátt fyrir stöðugleika vill nýr þjálfari liðsins eflaust færa liðið ofar í töflunni. Keflavík skoraði ekki mikið í fyrra, einungis 21 mark en fékk á sig 39 sem er einfaldlega allt of mikið. Jonathan Glenn tók við eftir síðasta tímabil og hefur því verk að vinna til að snúa markahlutföllunum við. Í vetur gekk það illa og liðið skoraði einungis fjögur mörk og fékk á sig átján í riðli sínum í Lengjubikarnum og endaði í 5. sæti af sex liðum. Keflavík mætir Tindastól í 1. umferð Bestu deildarinnar.Vísir/Hulda Margrét Liðið og leikmenn Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá síðustu leiktíð. Níu leikmenn bætast við hópinn en fimm yfirgefa liðið. Óvíst er hvaða áhrif þessar miklu breytingar hafa á liðið. Búist er við miklu af hinni 29 ára gömlu Veru Varis sem mun verja mark Keflavíkur í sumar en hún tekur við af Samönthu Murphy sem var frábær í markinu í fyrra. Varis þarf því að hafa sig alla við til að fylla upp í skarðið. Hún varð finnskur meistari með KuPS síðasta sumar og fékk einungis á sig níu mörk í 23 leikjum. Miklar vonir eru bundnar við að Linli Tu fylli skarð Önu Santos í framherjastöðunni. Linli Tu skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir sameiginlegt lið Hattar, KFF og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í Lengjudeildinni í fyrra en Ana Santos skoraði sex mörk í 18 leikjum í Bestu deildinni í fyrra. Komnar: Eva Lind Daníelsdóttir frá Grindavík Linli Tu frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni Madison Wolfbauer frá ÍBV Sandra Voitane frá ÍBV Vera Varis frá Finnlandi Ástrós Lind Þórðardóttir frá ÍR (var á láni) Þórhildur Ólafsdóttir frá ÍBV Mikaela Nótt Pétursdóttir frá Breiðabliki (á láni) Júlía Ruth Thasaphong frá Grindavík Farnar: Ana Paula Santos Silva til Finnlands Samantha Leshnak Murphy til Piteå Jóhanna Lind Stefánsdóttir í Víking Elín Helena Karlsdóttir í Breiðablik (var á láni) Snædís María Jörundsdóttir í Stjörnuna (var á láni) Til að gengi Keflavíkur verði sem best í sumar skiptir miklu máli að Varis og Linli spili frábærlega á sitthvorum enda vallarins. Þrír leikmenn koma með Jonathan Glenn frá ÍBV. Það eru Madison Wolfbauer, Sandra Voitane og Þórhildur Ólafsdóttir. Wolfbauer kemur að öllum líkindum til með að styrkja liðið mikið á miðjunni en hún spilaði 8 leiki með ÍBV á síðasta tímabili. Voitane er ætlað að binda saman varnarleikinn en hún kemur líka frá ÍBV og spilaði 16 leiki síðasta sumar. Þórhildur kemur einnig frá ÍBV en hún er með gríðarlega leikreynslu, hefur spilað yfir 100 leiki í meistaraflokksbolta. Fjórir aðrir leikmenn gengu til liðs við Keflavík fyrir komandi tímabil. Eva Lind Daníelsdóttir er 24 ára framherji sem kom frá Grindavík, hún hefur spilað í Keflavík og Grindavík til skiptis frá 2019. Ástrós Lind Þórðardóttir er 32 ára miðjumaður sem kom frá ÍR. Mikaela Nótt Pétursdóttir er 19 ára varnarmaður og kom frá Breiðablik. Júlía Ruth Thasaphong er tvítugur miðjumaður og kom frá Grindavík. Lykilmenn Keflavíkur Aníta Lind, 24 ára framherji Linli Tu, 24 ára framherji Madison Elise Wolfbauer, 24 ára miðjumaður Fylgist með Elfa Karen Magnúsdóttir er 18 ára, skapandi kantmaður með mikinn leikskilning. vísir/hulda margrét Í besta/versta falli Í besta falli kemst Keflavík í efri hlutann þegar deildinni verður skipt upp en í versta falli fellur liðið. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Keflavík endi í 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Keflavík Ár í deildinni: Þriðja tímabilið í röð í efstu deild Besti árangur: 3.-4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 8. sæti í efstu deild Þjálfari: Jonathan Glenn (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Ana Paula Santos, 5 mörk Síðustu tvö ár hefur Keflavík spilað í efstu deild eftir að hafa komist upp nokkuð örugglega árið 2010. Bæði tímabilin í efstu deild hefur liðið endað í 8.sæti, fjórum stigum frá falli. Í fyrra með 16 stig, tveimur stigum minna en árið áður. Þrátt fyrir stöðugleika vill nýr þjálfari liðsins eflaust færa liðið ofar í töflunni. Keflavík skoraði ekki mikið í fyrra, einungis 21 mark en fékk á sig 39 sem er einfaldlega allt of mikið. Jonathan Glenn tók við eftir síðasta tímabil og hefur því verk að vinna til að snúa markahlutföllunum við. Í vetur gekk það illa og liðið skoraði einungis fjögur mörk og fékk á sig átján í riðli sínum í Lengjubikarnum og endaði í 5. sæti af sex liðum. Keflavík mætir Tindastól í 1. umferð Bestu deildarinnar.Vísir/Hulda Margrét Liðið og leikmenn Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá síðustu leiktíð. Níu leikmenn bætast við hópinn en fimm yfirgefa liðið. Óvíst er hvaða áhrif þessar miklu breytingar hafa á liðið. Búist er við miklu af hinni 29 ára gömlu Veru Varis sem mun verja mark Keflavíkur í sumar en hún tekur við af Samönthu Murphy sem var frábær í markinu í fyrra. Varis þarf því að hafa sig alla við til að fylla upp í skarðið. Hún varð finnskur meistari með KuPS síðasta sumar og fékk einungis á sig níu mörk í 23 leikjum. Miklar vonir eru bundnar við að Linli Tu fylli skarð Önu Santos í framherjastöðunni. Linli Tu skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir sameiginlegt lið Hattar, KFF og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í Lengjudeildinni í fyrra en Ana Santos skoraði sex mörk í 18 leikjum í Bestu deildinni í fyrra. Komnar: Eva Lind Daníelsdóttir frá Grindavík Linli Tu frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni Madison Wolfbauer frá ÍBV Sandra Voitane frá ÍBV Vera Varis frá Finnlandi Ástrós Lind Þórðardóttir frá ÍR (var á láni) Þórhildur Ólafsdóttir frá ÍBV Mikaela Nótt Pétursdóttir frá Breiðabliki (á láni) Júlía Ruth Thasaphong frá Grindavík Farnar: Ana Paula Santos Silva til Finnlands Samantha Leshnak Murphy til Piteå Jóhanna Lind Stefánsdóttir í Víking Elín Helena Karlsdóttir í Breiðablik (var á láni) Snædís María Jörundsdóttir í Stjörnuna (var á láni) Til að gengi Keflavíkur verði sem best í sumar skiptir miklu máli að Varis og Linli spili frábærlega á sitthvorum enda vallarins. Þrír leikmenn koma með Jonathan Glenn frá ÍBV. Það eru Madison Wolfbauer, Sandra Voitane og Þórhildur Ólafsdóttir. Wolfbauer kemur að öllum líkindum til með að styrkja liðið mikið á miðjunni en hún spilaði 8 leiki með ÍBV á síðasta tímabili. Voitane er ætlað að binda saman varnarleikinn en hún kemur líka frá ÍBV og spilaði 16 leiki síðasta sumar. Þórhildur kemur einnig frá ÍBV en hún er með gríðarlega leikreynslu, hefur spilað yfir 100 leiki í meistaraflokksbolta. Fjórir aðrir leikmenn gengu til liðs við Keflavík fyrir komandi tímabil. Eva Lind Daníelsdóttir er 24 ára framherji sem kom frá Grindavík, hún hefur spilað í Keflavík og Grindavík til skiptis frá 2019. Ástrós Lind Þórðardóttir er 32 ára miðjumaður sem kom frá ÍR. Mikaela Nótt Pétursdóttir er 19 ára varnarmaður og kom frá Breiðablik. Júlía Ruth Thasaphong er tvítugur miðjumaður og kom frá Grindavík. Lykilmenn Keflavíkur Aníta Lind, 24 ára framherji Linli Tu, 24 ára framherji Madison Elise Wolfbauer, 24 ára miðjumaður Fylgist með Elfa Karen Magnúsdóttir er 18 ára, skapandi kantmaður með mikinn leikskilning. vísir/hulda margrét Í besta/versta falli Í besta falli kemst Keflavík í efri hlutann þegar deildinni verður skipt upp en í versta falli fellur liðið.
Keflavík Ár í deildinni: Þriðja tímabilið í röð í efstu deild Besti árangur: 3.-4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 8. sæti í efstu deild Þjálfari: Jonathan Glenn (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Ana Paula Santos, 5 mörk
Komnar: Eva Lind Daníelsdóttir frá Grindavík Linli Tu frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni Madison Wolfbauer frá ÍBV Sandra Voitane frá ÍBV Vera Varis frá Finnlandi Ástrós Lind Þórðardóttir frá ÍR (var á láni) Þórhildur Ólafsdóttir frá ÍBV Mikaela Nótt Pétursdóttir frá Breiðabliki (á láni) Júlía Ruth Thasaphong frá Grindavík Farnar: Ana Paula Santos Silva til Finnlands Samantha Leshnak Murphy til Piteå Jóhanna Lind Stefánsdóttir í Víking Elín Helena Karlsdóttir í Breiðablik (var á láni) Snædís María Jörundsdóttir í Stjörnuna (var á láni)
Lykilmenn Keflavíkur Aníta Lind, 24 ára framherji Linli Tu, 24 ára framherji Madison Elise Wolfbauer, 24 ára miðjumaður