Eyjamenn tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Olís-deildarinnar með fjögurra marka sigri í TM-höllinni í kvöld, 23-27. ÍBV vann fyrri leik liðanna einnig með fjórum mörkum og liðið er því á leið í undanúrslit, en Stjörnumenn geta farið að huga að næsta tímabili.
StHvítu Riddararnir, stuðnigssveit ÍBV, voru þó ekkert að gleyma sér í gleðinni í leikslok því þegar fagnaðarlátunum linnti tóku meðlimir sveitarinnar sér kúst í hönd og sáu til þess að allt rusl og drasl var fjarlægt úr stúkunni.
Þökkum Stjörnumönnum kærlega fyrir einvígið um leið og við óskum þeim gleðilegs sumars. Þeir lengi lifi.
— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) April 18, 2023
Sjáumst í maí.#handbolti#olisdeildin pic.twitter.com/8XJwevk2E4
ÍBV er eins og áður segir á leið í undanúrslit Olís-deildar karla þar sem liðið mætir FH eftir að Hafnarfjarðarliðið vann öruggan sigur gegn Selfyssingum í kvöld.