„Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:19 Gunnar Steinn Jónsson stendur vörnina í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. „Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða