Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:49 Kári Kristján Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV er komið í undanúrslit í úrslitakeppni Olís-deildar karla eftir að hafa sigrað Stjörnuna í TM-höllinni í Garðabæ nú í kvöld. Lokatölur 23-27 og ÍBV sigraði því einvígið 2-0 eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Vestmannaeyjum 37-33 á laugardaginn. Leikurinn fór jafnt af stað og liðin skiptust á að skora í upphafi leiks. Það dró hins vegar til tíðinda á fimmtu mínútu leiksins þegar Starri Friðriksson braut á Arnóri Viðarssyni og fékk fyrir það að líta rauða spjaldið. Strangur dómur myndu margir sennilega segja og aftur eins og í fyrri leiknum byrjar Stjarnan á því að fá rautt spjald. Það var hiti í mönnum.Vísir/Hulda Margrét Ólíkt því sem gerðist í Eyjum hrundi liðið ekki saman heldur náði lið Stjörnunnar að koma sér saman í þessu mótlæti og spilaði frábæran handbolta í fyrri hálfleik. Vörnin var mjög sterk og þétt hjá heimamönnum og fyrir aftan hana stóð Adam Thorstensen sig mjög vel. Sóknarlega var það Hergeir Grímsson sem náði hvað eftir annað að hrella vörn Eyjamanna. Staðan í hálfleik 15-10 fyrir heimamenn sem ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, breytti um vörn í seinni hálfleik og fór í fimm einn vörn sem Stjarnan átti afar erfitt með. Hægt og bítandi náðu gestirnir að vinna upp forskot Stjörnunnar. Heimamenn áttu afar erfitt með að finna skora og enda vörn Eyjamann mjög sterk og Petar Jokanovic virkilega sterkur í marki gestanna. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum náði heimakletturinn sjálfur, Kári Kristján Kristjánsson, að jafna leikinn í 20-20. Eftir það var þetta aldrei spurning og fór svo að ÍBV vann leikinn 23-27. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV og skoraði 11 mörk úr 15 skotum. Það er ekki amalegt fyrir Eyjamenn að hafa Rúnar í þessu formi í úrslitakeppninni sem lét vörn Stjörnunnar líta oft ansi illa út. Hjá Stjörnunni var Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestur með 8 mörk en á eftir honum var það Hergeir Grímsson sem skoraði 6, öll í fyrri hálfleik. Adam Thorstensen var frábær í marki heimamanna og varði 16 skot (39 prósent), þar af 11 í fyrri hálfleik. Pavel Miskevich byrjaði í marki ÍBV og varði 6 skot (30 prósent) en í seinni hálfleik fór Petar Jokanovic í búrið og varði 9 skot (53 prósent). Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? ÍBV var yfir á öllum sviðum leiksins í seinni hálfleik. Stjarnan, sem eru ansi vængbrotnir þessa stundina, mátti alls ekki við meiri áföllum og þetta rauða spjald sem liðið fékk í upphafi leiksins reyndist þeim dýrt. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason var algjör yfirburðamaður hér í kvöld. Hann gjörsamlega tætti vörn Stjörnunnar í sig í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Það gekk ekkert hjá Stjörnunni að skora í seinni hálfleik. Liðið skoraði ekki nema þrjú mörk á tuttugu mínútna kafla í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? ÍBV mætir FH í undanúrslitum sem lögðu Selfoss nú í kvöld. Verður ansi spennandi rimma milli liðanna sem lentu í öðru og þriðja sæti í deildinni. „Vorum mögulega aðeins yfirspenntir í fyrri hálfleik“ Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV.Vísir/Diego „Það geggjað að sjá fólkið okkar styðja við okkur í dag. Við vorum mögulega aðeins yfirspenntir í fyrri hálfleik og með hjartsláttinn aðeins of háan. Við náðum að stilla okkur aðeins af í seinni hálfleik og höfðum trú á því að við gætum mjatlað okkur inn í leikinn aftur en síðan fannst mér þetta bara verða einstefna á einhverjum tímapunkti,“ sagði kampakátur Rúnar Kárason eftir sigurinn í kvöld. Rúnar var frábær í seinni hálfleik eins og reyndar allt ÍBV liðið. Rúnar segir að það hafi allt dottið saman hjá liðinu í seinni hálfleik. „Við förum að hreyfa okkur aðeins meira boltalaust. Við gáfum þeim alltaf fyrsta skrefið í fyrri hálfleik og við vorum alltaf að lenda í fanginu á þeim. Lykilatriðið er að við fáum fullt af boltum og þá í svona vandræðalegar skotstöður þegar við förum í fimm einn vörnina. Ívar Bessi var alveg frábær fyrir framan, þeir Ísak og Róbert algjörir vinnuhestar þarna fyrir aftan og svo steig Petar flottur inn. Svo það small allt á sama tíma punktinum og þá erum við bara drullu fínir.“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá mátti reikna með köflóttum leik og sú varð raunin. Ég er sæll með sigurinn en þetta var skrítinn leikur,“ sagði Erlingur eftir leik í samtali við Vísi. Fimm einn vörn Eyjamann leit mjög vel út í seinni hálfleik. Er þetta eitthvað vopn sem þjálfarinn mun núna fara að nota alfarið? „Eins og allir þekkja þá er ÍBV með þessar tvær varnir, sex núll og fimm einn. Við róterum á milli þeirra og getum gripið til hennar þegar við erum í vandræðum og ekki síst ef við erum í vandræðum sóknarlega. Þá er ágætt að henda í fimm einn vörnina til að ná hraðaupphlaupum og slíku. Svo náum við aðeins að hvíla Rúnar aðeins meira í fimm einn vörninni.“ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. 18. apríl 2023 21:19 „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
ÍBV er komið í undanúrslit í úrslitakeppni Olís-deildar karla eftir að hafa sigrað Stjörnuna í TM-höllinni í Garðabæ nú í kvöld. Lokatölur 23-27 og ÍBV sigraði því einvígið 2-0 eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Vestmannaeyjum 37-33 á laugardaginn. Leikurinn fór jafnt af stað og liðin skiptust á að skora í upphafi leiks. Það dró hins vegar til tíðinda á fimmtu mínútu leiksins þegar Starri Friðriksson braut á Arnóri Viðarssyni og fékk fyrir það að líta rauða spjaldið. Strangur dómur myndu margir sennilega segja og aftur eins og í fyrri leiknum byrjar Stjarnan á því að fá rautt spjald. Það var hiti í mönnum.Vísir/Hulda Margrét Ólíkt því sem gerðist í Eyjum hrundi liðið ekki saman heldur náði lið Stjörnunnar að koma sér saman í þessu mótlæti og spilaði frábæran handbolta í fyrri hálfleik. Vörnin var mjög sterk og þétt hjá heimamönnum og fyrir aftan hana stóð Adam Thorstensen sig mjög vel. Sóknarlega var það Hergeir Grímsson sem náði hvað eftir annað að hrella vörn Eyjamanna. Staðan í hálfleik 15-10 fyrir heimamenn sem ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, breytti um vörn í seinni hálfleik og fór í fimm einn vörn sem Stjarnan átti afar erfitt með. Hægt og bítandi náðu gestirnir að vinna upp forskot Stjörnunnar. Heimamenn áttu afar erfitt með að finna skora og enda vörn Eyjamann mjög sterk og Petar Jokanovic virkilega sterkur í marki gestanna. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum náði heimakletturinn sjálfur, Kári Kristján Kristjánsson, að jafna leikinn í 20-20. Eftir það var þetta aldrei spurning og fór svo að ÍBV vann leikinn 23-27. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV og skoraði 11 mörk úr 15 skotum. Það er ekki amalegt fyrir Eyjamenn að hafa Rúnar í þessu formi í úrslitakeppninni sem lét vörn Stjörnunnar líta oft ansi illa út. Hjá Stjörnunni var Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestur með 8 mörk en á eftir honum var það Hergeir Grímsson sem skoraði 6, öll í fyrri hálfleik. Adam Thorstensen var frábær í marki heimamanna og varði 16 skot (39 prósent), þar af 11 í fyrri hálfleik. Pavel Miskevich byrjaði í marki ÍBV og varði 6 skot (30 prósent) en í seinni hálfleik fór Petar Jokanovic í búrið og varði 9 skot (53 prósent). Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? ÍBV var yfir á öllum sviðum leiksins í seinni hálfleik. Stjarnan, sem eru ansi vængbrotnir þessa stundina, mátti alls ekki við meiri áföllum og þetta rauða spjald sem liðið fékk í upphafi leiksins reyndist þeim dýrt. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason var algjör yfirburðamaður hér í kvöld. Hann gjörsamlega tætti vörn Stjörnunnar í sig í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Það gekk ekkert hjá Stjörnunni að skora í seinni hálfleik. Liðið skoraði ekki nema þrjú mörk á tuttugu mínútna kafla í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? ÍBV mætir FH í undanúrslitum sem lögðu Selfoss nú í kvöld. Verður ansi spennandi rimma milli liðanna sem lentu í öðru og þriðja sæti í deildinni. „Vorum mögulega aðeins yfirspenntir í fyrri hálfleik“ Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV.Vísir/Diego „Það geggjað að sjá fólkið okkar styðja við okkur í dag. Við vorum mögulega aðeins yfirspenntir í fyrri hálfleik og með hjartsláttinn aðeins of háan. Við náðum að stilla okkur aðeins af í seinni hálfleik og höfðum trú á því að við gætum mjatlað okkur inn í leikinn aftur en síðan fannst mér þetta bara verða einstefna á einhverjum tímapunkti,“ sagði kampakátur Rúnar Kárason eftir sigurinn í kvöld. Rúnar var frábær í seinni hálfleik eins og reyndar allt ÍBV liðið. Rúnar segir að það hafi allt dottið saman hjá liðinu í seinni hálfleik. „Við förum að hreyfa okkur aðeins meira boltalaust. Við gáfum þeim alltaf fyrsta skrefið í fyrri hálfleik og við vorum alltaf að lenda í fanginu á þeim. Lykilatriðið er að við fáum fullt af boltum og þá í svona vandræðalegar skotstöður þegar við förum í fimm einn vörnina. Ívar Bessi var alveg frábær fyrir framan, þeir Ísak og Róbert algjörir vinnuhestar þarna fyrir aftan og svo steig Petar flottur inn. Svo það small allt á sama tíma punktinum og þá erum við bara drullu fínir.“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá mátti reikna með köflóttum leik og sú varð raunin. Ég er sæll með sigurinn en þetta var skrítinn leikur,“ sagði Erlingur eftir leik í samtali við Vísi. Fimm einn vörn Eyjamann leit mjög vel út í seinni hálfleik. Er þetta eitthvað vopn sem þjálfarinn mun núna fara að nota alfarið? „Eins og allir þekkja þá er ÍBV með þessar tvær varnir, sex núll og fimm einn. Við róterum á milli þeirra og getum gripið til hennar þegar við erum í vandræðum og ekki síst ef við erum í vandræðum sóknarlega. Þá er ágætt að henda í fimm einn vörnina til að ná hraðaupphlaupum og slíku. Svo náum við aðeins að hvíla Rúnar aðeins meira í fimm einn vörninni.“
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. 18. apríl 2023 21:19 „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
„Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. 18. apríl 2023 21:19
„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti