Rúnar Páll: Að tala um andleysi í mínu liði er bara þvílík þvæla Árni Jóhannsson skrifar 16. apríl 2023 19:31 Rúnar Páll þjálfari Fylkis var stoltur af sínum mönnum í dag. Vísir / Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, kvaðst vera stoltur af sínum mönnum í dag en var að vonum svekktur með að vera lentur undir snemma leiks. Víkingur bar sigurorð af Fylki 2-0 í 2. umferð Bestu deildar karla í leik sem leið fyrir veðuraðstæður. Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“ Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“
Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00