Brjálaðir vegna dýrustu ársmiðanna í ensku úrvalsdeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 08:00 Stuðningsmenn Fulham eru brjálaðir yfir hækkun miðaverðs fyrir næsta tímabil. Vísir/Getty Stuðningsmenn Fulham í ensku úrvalsdeildinni eru brjálaðir vegna hækkunar á miðaverði fyrir næsta tímabil. Miðar í nýrri stúku verða í hæsta verðflokki. Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira