Fann vilja hjá Björgvini og Donna til að leysa málið Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2023 11:00 Gunnar Magnússon segir hafa verið einfalt að leysa mál Kristjáns Arnar og Björgvins Páls. Mikill vilji hafi verið af beggja hendi að finna lausn. Vísir/Samsett Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir hafa verið einfalt að leysa deilu Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, sem báðir hafi verið allir af vilja gerðir að finna lausn. Þeir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni EM í janúar. Það hefur andað köldu milli Kristjáns og Björgvins sem má rekja aftur til leiks liða þeirra Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í febrúar. Málið hefur verið töluvert í fjölmiðlum og þeir báðir sent frá sér allskyns yfirlýsingar vegna samskipta í aðdraganda leiksins. Kristján Örn, eða Donni, hafði greint frá því fyrir leik að hann væri að glíma við kulnun en mætti engu að síður á parketið. Eitthvað sem Björgvin Páll hafði hvatt gegn í aðdraganda leiksins, líkt og sjá má á samskiptunum sem þeir birtu á samfélagsmiðlum. Björgvin Páll bauðst svo til þess að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið til að auðvelda landsliðsþjálfaranum valið og starfið, ef Kristján Örn yrði valinn. Vilji beggja að finna lausn Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið aftur á móti leyst og þess vegna séu þeir báðir í landsliðshópnum sem var valinn í morgun. „Það sem gerðist er bara að við leystum málið innanhúss. Allir skilja sáttir. Það er oft í svona málum að menn deila sín á milli í sínum liðum og svo á endanum var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að við leystum málið og förum sameinaðir í þetta verkefni,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Ég var í sambandi við þá og þeir báðir höfðu mikinn vilja til þess að leysa vandamálið og við leystum þetta. Að mínu mati er þetta mál úr sögunni,“ segir hann enn fremur. Verið lengi í sambandi við þá Aðspurður um frekari skýringar á því hvað hafi farið fram þeirra á milli segir Gunnar að hann hafi viljað gefa þeim tíma. Eftir að hann fann vilja beggja fyrir lausn var eftirleikurinn einfaldur. „Stundum þurfa menn bara aðeins að fá að anda. Ég gaf þeim aðeins tíma og leyfði málinu aðeins að róast. Ég er auðvitað búinn að vera í sambandi við þá mjög lengi og þá fann ég það eftir samtal við þá báða að þeir vildu báðir leysa þetta og elska báðir að spila fyrir íslenska landsliðið,“ „Þegar ég fann það að viljinn var beggja megin að leysa þetta þá var það í raun og veru ekkert mjög flókið,“ segir Gunnar. Ísland mætir Ísrael ytra þann 27. apríl og Eistlandi hér heima þremur dögum síðar. Vinnist leikirnir tveir fer Ísland á EM í efsta styrkleikaflokki. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Fyrirliðinn krafðist þess að Kristján yrði eftir hjá mömmu og pabba Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott. 31. mars 2023 08:00 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Það hefur andað köldu milli Kristjáns og Björgvins sem má rekja aftur til leiks liða þeirra Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í febrúar. Málið hefur verið töluvert í fjölmiðlum og þeir báðir sent frá sér allskyns yfirlýsingar vegna samskipta í aðdraganda leiksins. Kristján Örn, eða Donni, hafði greint frá því fyrir leik að hann væri að glíma við kulnun en mætti engu að síður á parketið. Eitthvað sem Björgvin Páll hafði hvatt gegn í aðdraganda leiksins, líkt og sjá má á samskiptunum sem þeir birtu á samfélagsmiðlum. Björgvin Páll bauðst svo til þess að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið til að auðvelda landsliðsþjálfaranum valið og starfið, ef Kristján Örn yrði valinn. Vilji beggja að finna lausn Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið aftur á móti leyst og þess vegna séu þeir báðir í landsliðshópnum sem var valinn í morgun. „Það sem gerðist er bara að við leystum málið innanhúss. Allir skilja sáttir. Það er oft í svona málum að menn deila sín á milli í sínum liðum og svo á endanum var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að við leystum málið og förum sameinaðir í þetta verkefni,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Ég var í sambandi við þá og þeir báðir höfðu mikinn vilja til þess að leysa vandamálið og við leystum þetta. Að mínu mati er þetta mál úr sögunni,“ segir hann enn fremur. Verið lengi í sambandi við þá Aðspurður um frekari skýringar á því hvað hafi farið fram þeirra á milli segir Gunnar að hann hafi viljað gefa þeim tíma. Eftir að hann fann vilja beggja fyrir lausn var eftirleikurinn einfaldur. „Stundum þurfa menn bara aðeins að fá að anda. Ég gaf þeim aðeins tíma og leyfði málinu aðeins að róast. Ég er auðvitað búinn að vera í sambandi við þá mjög lengi og þá fann ég það eftir samtal við þá báða að þeir vildu báðir leysa þetta og elska báðir að spila fyrir íslenska landsliðið,“ „Þegar ég fann það að viljinn var beggja megin að leysa þetta þá var það í raun og veru ekkert mjög flókið,“ segir Gunnar. Ísland mætir Ísrael ytra þann 27. apríl og Eistlandi hér heima þremur dögum síðar. Vinnist leikirnir tveir fer Ísland á EM í efsta styrkleikaflokki.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Fyrirliðinn krafðist þess að Kristján yrði eftir hjá mömmu og pabba Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott. 31. mars 2023 08:00 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20
„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00
Fyrirliðinn krafðist þess að Kristján yrði eftir hjá mömmu og pabba Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott. 31. mars 2023 08:00
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00