Hættur við að kaupa Man. Utd: „Tek ekki þátt í þessum farsa“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 08:00 Ákvörðun Glazer-fjölskyldunnar um að efna til þriðju umferðar tilboða í Manchester United bitnar á félaginu að mati Thomas Zilliacus sem er hættur við að reyna að kaupa félagið. Samsett/Getty Finnski frumkvöðullinn Thomas Zilliacus hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um að eignast Manchester United. Hann segir ákvörðun Glazer-fjölskyldunnar, núverandi eigenda enska stórveldisins, um að efna til þriðju umferðar tilboða í félagið vera farsa. Zilliacus er einn þriggja sem opinberlega hafa lagt fram betrumbætt tilboð í United eftir að efnt var til annarrar umferðar í söluferlinu. Hinir eru sjeikinn Jassim frá Katar og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe sem er eigandi Ineos. Hinn 69 ára gamli Zilliacus hefur áður komið að finnska knattspyrnufélaginu HJK Helsinki og íshokkífélaginu Jokerit. Hann segir Glazer-fjölskylduna sína United vanvirðingu með því hvernig söluferlinu hafi verið háttað. „Þessar frestanir munu gera nýjum eiganda mjög erfitt fyrir við að búa til sigurlið fyrir næstu leiktíð,“ skrifaði Zilliacus á Twitter. „Tilboðsferlið er orðið að farsa, þar sem Glazer-fjölskyldan sýnir félaginu enga virðingu. Við Jim Ratcliffe og sjeikinn Jassim vorum allir tilbúnir að semja um kaup á United. Í staðinn ákváðu Glazerarnir að hefja nýja umferð,“ skrifaði Zilliacus og bætti við: „Ég tek ekki þátt í þessum farsa sem snýst um að hámarka gróðann fyrir seljendur á kostnað Manchester United.“ Zilliacus sagði frá því í síðasta mánuði að hann hygðist kaupa helmingshlut í United með það í huga að stuðningsmenn myndu kaupa hinn helminginn, og að þeir gætu þá haft aðkomu að ákvörðunum félagsins. Hin bandaríska Glazer-fjölskyldan keypti United fyrir 790 milljónir punda árið 2005 en tilkynnti í nóvember síðastliðnum að hún íhugaði að selja félagið. Fjölskyldan verðmetur United á 5-6 milljarða punda. Í fyrstu stóðu vonir til þess að sölurferlinu myndi ljúka fyrir lok leiktíðarinnar á Englandi en BBC segir að nú sé það talið ólíklegt. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
Zilliacus er einn þriggja sem opinberlega hafa lagt fram betrumbætt tilboð í United eftir að efnt var til annarrar umferðar í söluferlinu. Hinir eru sjeikinn Jassim frá Katar og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe sem er eigandi Ineos. Hinn 69 ára gamli Zilliacus hefur áður komið að finnska knattspyrnufélaginu HJK Helsinki og íshokkífélaginu Jokerit. Hann segir Glazer-fjölskylduna sína United vanvirðingu með því hvernig söluferlinu hafi verið háttað. „Þessar frestanir munu gera nýjum eiganda mjög erfitt fyrir við að búa til sigurlið fyrir næstu leiktíð,“ skrifaði Zilliacus á Twitter. „Tilboðsferlið er orðið að farsa, þar sem Glazer-fjölskyldan sýnir félaginu enga virðingu. Við Jim Ratcliffe og sjeikinn Jassim vorum allir tilbúnir að semja um kaup á United. Í staðinn ákváðu Glazerarnir að hefja nýja umferð,“ skrifaði Zilliacus og bætti við: „Ég tek ekki þátt í þessum farsa sem snýst um að hámarka gróðann fyrir seljendur á kostnað Manchester United.“ Zilliacus sagði frá því í síðasta mánuði að hann hygðist kaupa helmingshlut í United með það í huga að stuðningsmenn myndu kaupa hinn helminginn, og að þeir gætu þá haft aðkomu að ákvörðunum félagsins. Hin bandaríska Glazer-fjölskyldan keypti United fyrir 790 milljónir punda árið 2005 en tilkynnti í nóvember síðastliðnum að hún íhugaði að selja félagið. Fjölskyldan verðmetur United á 5-6 milljarða punda. Í fyrstu stóðu vonir til þess að sölurferlinu myndi ljúka fyrir lok leiktíðarinnar á Englandi en BBC segir að nú sé það talið ólíklegt.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira