Snorri Steinn Guðjónsson: Þessi sæla svíður Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2023 18:17 Snorri Steinn ræðir við sína menn. Vísir/Pawel „Það er alltaf gott að fá titil. Við erum svo sem búnir að fagna honum og búnir að vinna hann, þannig að sælutilfinning að vinna er aðeins liðin hjá. Þessi sæla svíður,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokinni bikarafhendingu deildarmeistaratitilsins til Valsmanna og stórtap gegn ÍBV. „Við getum ekkert verið að tala í kringum það, við erum ekki að spila vel. Við erum ólíkir sjálfum okkur og virkum bara hálf flatir. Það er bara staðan. Ég tek samt ekkert af mínum mönnum að það var vilji og það var barátta og það vantaði bara gæði.“ „Það voru bara hlutir hér og þar sem voru ekkert nægilega góðir og svo þegar það er ekki allt í lagi hjá þér þá að gera mistök dregur bara þig aðeins niður. Þetta er bara smá brekka sem við erum í. Við höfum svo sem ekkert um annað að ræða en að reyna að hlaupa í gegnum þetta og ég hef enn fulla trú á þessu. Svo er það bara mitt að koma mönnum á lappir og vera í standi þegar við mætum Haukum,“ sagði Snorri Steinn um þá lægð sem lið hans gengur í gegnum þessar vikurnar en var þetta sjötti tapleikur liðsins í röð. Valur tapaði fyrir skömmu stórt gegn Haukum en liðin munu einnig mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðspurður hvort sá leikur sýndi muninn á liðunum í dag, svaraði Snorri Steinn. „Miðað við hann eru Haukar miklu betri. Við mætum samt inn í einvígið og ætlum okkur áfram, engin spurning. Komum til með að selja okkur dýrt og undirbúa okkur vel og nú hefst bara nýtt mót. Við reynum að setja þetta til hliðar. Það er alveg sama hvernig standi liðið mitt er í, ef við náum ekki góðum leikjum verð ég fúll og ef við dettum út þá verð ég hundfúll en ég hef bullandi trú á að við getum slegið Hauka út.“ Hvernig ætlar Snorri Steinn að koma sínum mönnum úr þeirri lægð sem liðið er í dag. „Það er svona eitt og annað sem er í ólagi og þá fyrst og fremst þarf að pumpa í dekkin aðeins hjá mönnum og fá þá til þess að trúa á þetta og kassann fram. Við erum fljótir að brotna en það er samt alltaf eitthvað við það þegar nýtt mót byrjar, úrslitakeppnin byrjar. Ég hef svo sem ekkert miklar áhyggjur að því að mínir menn verði ekki dýrvitlausir þegar þetta byrjar,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
„Við getum ekkert verið að tala í kringum það, við erum ekki að spila vel. Við erum ólíkir sjálfum okkur og virkum bara hálf flatir. Það er bara staðan. Ég tek samt ekkert af mínum mönnum að það var vilji og það var barátta og það vantaði bara gæði.“ „Það voru bara hlutir hér og þar sem voru ekkert nægilega góðir og svo þegar það er ekki allt í lagi hjá þér þá að gera mistök dregur bara þig aðeins niður. Þetta er bara smá brekka sem við erum í. Við höfum svo sem ekkert um annað að ræða en að reyna að hlaupa í gegnum þetta og ég hef enn fulla trú á þessu. Svo er það bara mitt að koma mönnum á lappir og vera í standi þegar við mætum Haukum,“ sagði Snorri Steinn um þá lægð sem lið hans gengur í gegnum þessar vikurnar en var þetta sjötti tapleikur liðsins í röð. Valur tapaði fyrir skömmu stórt gegn Haukum en liðin munu einnig mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðspurður hvort sá leikur sýndi muninn á liðunum í dag, svaraði Snorri Steinn. „Miðað við hann eru Haukar miklu betri. Við mætum samt inn í einvígið og ætlum okkur áfram, engin spurning. Komum til með að selja okkur dýrt og undirbúa okkur vel og nú hefst bara nýtt mót. Við reynum að setja þetta til hliðar. Það er alveg sama hvernig standi liðið mitt er í, ef við náum ekki góðum leikjum verð ég fúll og ef við dettum út þá verð ég hundfúll en ég hef bullandi trú á að við getum slegið Hauka út.“ Hvernig ætlar Snorri Steinn að koma sínum mönnum úr þeirri lægð sem liðið er í dag. „Það er svona eitt og annað sem er í ólagi og þá fyrst og fremst þarf að pumpa í dekkin aðeins hjá mönnum og fá þá til þess að trúa á þetta og kassann fram. Við erum fljótir að brotna en það er samt alltaf eitthvað við það þegar nýtt mót byrjar, úrslitakeppnin byrjar. Ég hef svo sem ekkert miklar áhyggjur að því að mínir menn verði ekki dýrvitlausir þegar þetta byrjar,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita