Klopp biður stuðningsmenn Liverpool afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 12:45 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri hjá Liverpool en yfirstandandi leiktíð hefur ekki gengið vel. Getty/James Gill Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist bera alla ábyrgð á lélegu gengi liðsins í vetur en er sannfærður um að liðið muni nýta reynsluna til góðs síðar meir. Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira