Óðinn Þór skoraði mest þegar lið hans færðist feti nær undanúrslitum
Hjörvar Ólafsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson var iðinn við kolann í kvöld. Mynd/Kadetten
Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var markahæstur með sjö mörk þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, bar sigur úr býtum, 35-24, gegn Suhr Aarau á útivelli þegar liðin áttust við öðru sinni í átta liða úrslitum í úrslitakeppni um svissneska meistaratitilinn.
Óðinn Þór nýtti færin sín vel fyrir Kadetten Schaffhausen en hann þurfti átta skot til þess að skoar mörkin sín sjö. Fjögur þessara marka komu af vítalínunni.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten Schaffhausen sem getur komist áfram í undanúrslit með sigri í leik liðanna sem fram fer eftir slétta viku.