Becker segir fangelsisvistina allt öðruvísi en í bíómyndunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2023 17:24 Becker segist mjög gjarnan vilja snúa aftur til Bretlands til að lýsa Wimbledon en það sé undir BBC komið. Getty/Tristar Media Tenniskappinn Boris Becker, sem bar þrisvar sinnum sigur úr býtum á Wimbledon, segir dvöl sína í fangelsi á Bretlandseyjum hafa verið afar harkalega. Fangelsisvist sé allt öðru vísi en í kvikmyndunum. Becker var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að fela jafnvirði 2,5 milljón punda í eignum fyrir skattayfirvöldum. Hann afplánaði átta mánuði og var svo vísað úr landi. „Sá sem segir að fangelsislífið sé ekki erfitt er að ljúga,“ sagði Becker í samtali við BBC Radio 5. „Þetta var mjög harkalegt... allt önnur upplifun en þú sérð í bíómyndum.. en þú hefur heyrt.“ Að sögn Becker þurftu fangarnir að berjast fyrir lífi sínu á hverjum einasta degi. Það gagnaðist honum ekkert að vera þekkt tennisstjarna. Með honum í fangelsinu hefðu verið morðingjar, nauðgarar, dópsalar; hættulegir glæpamenn. Becker segist hafa gripið til þess ráðs að umkringja sig með „hörðum strákum“. Fangelsisvistin hefði gert hann sterkari. Í viðtalinu sagði Becker ekkert geta undirbúið hann undir það að sigra Wimbledon árið 1985, þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Frægðin og ríkidæmið hefðu verið „mjög ný“ reynsla. Becker má ekki ferðast aftur til Bretlands fyrr en á næsta ári og segist mjög gjarnan vilja taka aftur við að lýsa beint frá Wimbledon fyrir BBC. Umfjöllun Guardian. Tennis Bretland Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Becker var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að fela jafnvirði 2,5 milljón punda í eignum fyrir skattayfirvöldum. Hann afplánaði átta mánuði og var svo vísað úr landi. „Sá sem segir að fangelsislífið sé ekki erfitt er að ljúga,“ sagði Becker í samtali við BBC Radio 5. „Þetta var mjög harkalegt... allt önnur upplifun en þú sérð í bíómyndum.. en þú hefur heyrt.“ Að sögn Becker þurftu fangarnir að berjast fyrir lífi sínu á hverjum einasta degi. Það gagnaðist honum ekkert að vera þekkt tennisstjarna. Með honum í fangelsinu hefðu verið morðingjar, nauðgarar, dópsalar; hættulegir glæpamenn. Becker segist hafa gripið til þess ráðs að umkringja sig með „hörðum strákum“. Fangelsisvistin hefði gert hann sterkari. Í viðtalinu sagði Becker ekkert geta undirbúið hann undir það að sigra Wimbledon árið 1985, þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Frægðin og ríkidæmið hefðu verið „mjög ný“ reynsla. Becker má ekki ferðast aftur til Bretlands fyrr en á næsta ári og segist mjög gjarnan vilja taka aftur við að lýsa beint frá Wimbledon fyrir BBC. Umfjöllun Guardian.
Tennis Bretland Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira