Umfjöllun: Fram - ÍR 32-30 | Fram mætir bikarmeisturunum í átta liða úrslitum Andri Már Eggertsson skrifar 10. apríl 2023 17:30 Vísir/Elín Fram vann ÍR í lokaumferð Olís deildarinnar 32-30. Úrslitin þýddu að ÍR endaði tímabilið í ellefta sæti og mun spila í næst efstu deild á næsta tímabili. Fram verður með heimavallarréttinn í átta liða úrslitum þar sem Framarar mæta Aftureldingu. ÍR varð að vinna Fram ef liðið ætlaði að halda sér uppi ásamt því þurftu ÍR-ingar að treysta á að KA myndi tapa. Gestirnir mættu gíraðir í Úlfarsárdal og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Fram var í vandræðum til að byrja með og þurfti fjórar mínútur til að skora sitt fyrsta mark. ÍR var einu skrefi á undan fyrsta korterið en heimamenn jöfnuðu síðan leikinn 6-6. ÍR-ingar voru í vandræðum með línuspil Fram þar sem Marko Coric var oft opinn og skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum í fyrri hálfleik. Fram náði betri tökum á leiknum eftir því sem leið á fyrri hálfleik og komst mest þremur mörkum yfir. ÍR gerði þrjá klaufalega tæknifeila í röð og heimamenn refsuðu. Þrátt fyrir að Fram hafi skorað 16 mörk í fyrri hálfleik fór Ólafur Rafn Gíslason, markmaður ÍR, á kostum og varði ellefu skot. Ólafur var með 41 prósent markvörslu í hálfleik. Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Dagur Sverrir Kristjánsson mætti gíraður inn í síðari hálfleik og skoraði fyrstu fjögur mörk ÍR-inga. Varnarleikur gestanna hélt áfram að vera til vandræða og Fram fékk úrvalsfæri nánast í hverri sókn. Jafnræði var með liðunum framan af í seinni hálfleik en ÍR fór síðan að gera klaufalega mistök sem Fram refsaði fyrir og komst fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir 27-23. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók leikhlé fjórum mörkum undir. Þrátt fyrir góða baráttu ÍR-inga vann Fram tveggja marka sigur 32-30. Af hverju vann Fram? Fram gerði afar fá mistök í dag. Leikurinn var í jafnvægi en Fram nýtti sér kafla bæði í fyrri og seinni hálfleik þar sem ÍR gerði klaufaleg mistök og Framarar refsuðu. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Sverrir Kristjánsson og Viktor Sigurðsson skoruðu tíu mörk hvor. Þeir skoruðu því samanlagt 20 mörk af 30 mörkum ÍR-inga. Marko Coric var öflugur á línunni hjá Fram og endaði sem markahæstur með 6 mörk úr 7 skotum. Hvað gekk illa? ÍR missti Fram allt of langt frá sér um miðjan seinni hálfleik þar sem Fram refsaði ÍR fyrir tapaða bolta og léleg skot. Fram komst því fimm mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir sem var of mikið fyrir ÍR-inga. Hvað gerist næst? Fram mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn í Úlfarsárdal. ÍR hefur lokið keppni og verður í Grill-66 deildinni á næsta tímabili. Olís-deild karla Fram ÍR
Fram vann ÍR í lokaumferð Olís deildarinnar 32-30. Úrslitin þýddu að ÍR endaði tímabilið í ellefta sæti og mun spila í næst efstu deild á næsta tímabili. Fram verður með heimavallarréttinn í átta liða úrslitum þar sem Framarar mæta Aftureldingu. ÍR varð að vinna Fram ef liðið ætlaði að halda sér uppi ásamt því þurftu ÍR-ingar að treysta á að KA myndi tapa. Gestirnir mættu gíraðir í Úlfarsárdal og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Fram var í vandræðum til að byrja með og þurfti fjórar mínútur til að skora sitt fyrsta mark. ÍR var einu skrefi á undan fyrsta korterið en heimamenn jöfnuðu síðan leikinn 6-6. ÍR-ingar voru í vandræðum með línuspil Fram þar sem Marko Coric var oft opinn og skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum í fyrri hálfleik. Fram náði betri tökum á leiknum eftir því sem leið á fyrri hálfleik og komst mest þremur mörkum yfir. ÍR gerði þrjá klaufalega tæknifeila í röð og heimamenn refsuðu. Þrátt fyrir að Fram hafi skorað 16 mörk í fyrri hálfleik fór Ólafur Rafn Gíslason, markmaður ÍR, á kostum og varði ellefu skot. Ólafur var með 41 prósent markvörslu í hálfleik. Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Dagur Sverrir Kristjánsson mætti gíraður inn í síðari hálfleik og skoraði fyrstu fjögur mörk ÍR-inga. Varnarleikur gestanna hélt áfram að vera til vandræða og Fram fékk úrvalsfæri nánast í hverri sókn. Jafnræði var með liðunum framan af í seinni hálfleik en ÍR fór síðan að gera klaufalega mistök sem Fram refsaði fyrir og komst fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir 27-23. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók leikhlé fjórum mörkum undir. Þrátt fyrir góða baráttu ÍR-inga vann Fram tveggja marka sigur 32-30. Af hverju vann Fram? Fram gerði afar fá mistök í dag. Leikurinn var í jafnvægi en Fram nýtti sér kafla bæði í fyrri og seinni hálfleik þar sem ÍR gerði klaufaleg mistök og Framarar refsuðu. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Sverrir Kristjánsson og Viktor Sigurðsson skoruðu tíu mörk hvor. Þeir skoruðu því samanlagt 20 mörk af 30 mörkum ÍR-inga. Marko Coric var öflugur á línunni hjá Fram og endaði sem markahæstur með 6 mörk úr 7 skotum. Hvað gekk illa? ÍR missti Fram allt of langt frá sér um miðjan seinni hálfleik þar sem Fram refsaði ÍR fyrir tapaða bolta og léleg skot. Fram komst því fimm mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir sem var of mikið fyrir ÍR-inga. Hvað gerist næst? Fram mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn í Úlfarsárdal. ÍR hefur lokið keppni og verður í Grill-66 deildinni á næsta tímabili.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti