Rodgers lætur af störfum hjá Leicester Smári Jökull Jónsson skrifar 2. apríl 2023 13:40 Brendan Rodgers er ekki lengur þjálfari Leicester City. Vísir/Getty Brendan Rodgers er ekki lengur við stjórnvölinn hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni en félagið og hann hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum. Í yfirlýsingu Leicester segir að náðst hafi samkomulag um að Rodgers láti af störfum. Liðð beið lægri hlut gegn Crystal Palace í gær þar sem sigurmark Palace kom í uppbótartíma. Leicester er í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, einu stigi minna en Everton og Leeds sem eru í sætunum fyrir ofan. „Brendan yfirgefur King Power Stadium sem sá þjálfari sem hefur náð eina bestum árangri í sögu félagsins eftir að hafa leitt liðið til sigurs í FA bikarnum árið 2021, unnið samfélagsskjöldinn það sama ár, náð tveimur af þremur bestu tímabilum félagsins í deildinni og sæti í Evrópukeppni tvö ár í röð. Þar á meðal er sæti í undanúrslitum Evrópukeppni vorið 2022,“ segir í yfirlýsingu Leicester. BREAKING: Brendan Rodgers departs Leicester after he and club the reached a mutual agreement to terminate his contract as manager pic.twitter.com/851qmesvZS— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 2, 2023 Rodgers hefur verið þjálfari Leicester síðan árið 2018 en hann hafði þar áður verið knattspyrnustjóri hjá meðal annars Liverpool, Celtic og Swansea. Hann var afar nálægt því að gera Liverpool að Englandsmeisturum vorið 2014 en flestir muna vel eftir atvikinu þegar Steven Gerrard rann í leik gegn Chelsea sem varð til þess að Manchester City náði yfirhöndinni í titilbaráttunni. Adam Sadler og Mike Stowell, þjálfarar aðalliðsins, taka við stjórnun liðsins sem á leik gegn Aston Villa á þriðjudag. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Í yfirlýsingu Leicester segir að náðst hafi samkomulag um að Rodgers láti af störfum. Liðð beið lægri hlut gegn Crystal Palace í gær þar sem sigurmark Palace kom í uppbótartíma. Leicester er í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, einu stigi minna en Everton og Leeds sem eru í sætunum fyrir ofan. „Brendan yfirgefur King Power Stadium sem sá þjálfari sem hefur náð eina bestum árangri í sögu félagsins eftir að hafa leitt liðið til sigurs í FA bikarnum árið 2021, unnið samfélagsskjöldinn það sama ár, náð tveimur af þremur bestu tímabilum félagsins í deildinni og sæti í Evrópukeppni tvö ár í röð. Þar á meðal er sæti í undanúrslitum Evrópukeppni vorið 2022,“ segir í yfirlýsingu Leicester. BREAKING: Brendan Rodgers departs Leicester after he and club the reached a mutual agreement to terminate his contract as manager pic.twitter.com/851qmesvZS— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 2, 2023 Rodgers hefur verið þjálfari Leicester síðan árið 2018 en hann hafði þar áður verið knattspyrnustjóri hjá meðal annars Liverpool, Celtic og Swansea. Hann var afar nálægt því að gera Liverpool að Englandsmeisturum vorið 2014 en flestir muna vel eftir atvikinu þegar Steven Gerrard rann í leik gegn Chelsea sem varð til þess að Manchester City náði yfirhöndinni í titilbaráttunni. Adam Sadler og Mike Stowell, þjálfarar aðalliðsins, taka við stjórnun liðsins sem á leik gegn Aston Villa á þriðjudag.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira