Richarlison neitar því að hafa leitt uppreisn gegn Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 13:00 Antonio Conte með Richarlison. Getty/Clive Rose Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison var mjög ósáttur með þær vangaveltur að hann hafi eitthvað haft með það að gera að Antonio Conte hætti sem knattspyrnustjóri Tottenham. Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira