Tottenham er að leita sér að nýjum framtíðatstjóra eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið um helgina.
Sky í Þýskalandi segir að Tottenham sé búið að hafa samband við Nagelsmann.
Nagelsmann var óvænt rekinn frá Bayern München á dögunum og ætlar að taka sér tíma í að skoða sína framtíð. Það er talið ólíklegt að hann ráði sig í nýtt starf fyrr en í sumar.
Hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og það gætu því verið meira spennandi í boði en að taka við Tottenham.
Sky News fékk engin svör frá Tottenham um málið þegar leitað var eftir því.