Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld en í tilkynningunni segir að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.
Christian Stellini mun stýra liðinu út leiktíðina ásamt Ryan Mason en þeir voru hluti af þjálfarateymi Conte.
Club announcement.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) March 26, 2023
Ítalinn reynslumikli hefur verið við stjórnvölin hjá Lundúnarliðinu undanfarna sextán mánuði en síðustu vikur hafa verið afar stormasamar og hefur Conte meðal annars gagnrýnt leikmenn og hátt setta stjórnendur félagsins opinberlega.