Taldi ráðgjafa KSÍ vilja slá ryki í augu fólks: „Alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljós“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2023 11:16 Ómar Smárason hefur lengi starfað sem fjölmiðlafulltrúi hjá KSÍ og var afar ósáttur með hvernig tekist var á við krísuna haustið 2021. VÍSIR/VILHELM Samskiptastjóri KSÍ ákvað að víkja sæti úr krísustjórnunarteymi sambandsins vegna óánægju sinnar með það hvernig tekist var á við það þegar upp komst um ásakanir á hendur landsliðsmönnum um kynferðislegt ofbeldi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir sambandið hafa markvisst reynt að forðast fréttir í kjölfar málsins. Þetta kemur fram í BA-ritgerð blaðamannsins Jóhanns Inga Hafþórssonar sem fjallar um verkferla KSÍ þegar kemur að tilkynningum um kynferðisbrot. Ómar Smárason hefur sem samskiptastjóri KSÍ verið í krísustjórnunarteymi sambandsins ásamt formanni og framkvæmdastjóra. Hann var hins vegar ósáttur við það hvernig tekist var á við krísuna sem myndaðist haustið 2021, sem leiddi til afsagnar þáverandi formanns Guðna Bergssonar og í kjölfarið stjórnar KSÍ. Guðni hafði í viðtali á RÚV haldið því fram að KSÍ hefði ekki borist nein tilkynning um kynferðisbrot landsliðsmanna en í ljós kom að það var alls ekki rétt. Ómar var ekki ánægður með ráðgjafafyrirtækið sem hann segir Guðna hafa treyst á - segir að í krísustjórnun sé reglan að segja sannleikann eða ekki neitt - og Ómar dró sig út úr krísustjórnunarteyminu. „Á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur“ „Þau voru að reyna að eyða einhverri umræðu sem var ekkert að fara að hverfa,“ segir Ómar í ritgerðinni. „Aftur vildi ég stíga fram og segja nákvæmlega þetta, hvaða reglur gilda. Það voru mín ráð allan tímann. Þegar ráðgjafarnir koma inn, er önnur ákvörðun tekin. Það var alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljósviðtal, því við vorum alveg meðvituð um hver afstaða RÚV gagnvart KSÍ væri, hún var mjög neikvæð. Við fundum það í öllum samtölum okkar við fréttamenn RÚV. Við vissum hvaða agenda RÚV var að keyra og því var ekki skynsamlegt að fara í þetta viðtal,“ segir Ómar og bætir við að KSÍ hafi hvergi fengið neinn stuðning þegar stormurinn gekk yfir haustið 2021. Öfgar ásamt Bleika fílnum stóðu meðal annars fyrir mótmælum fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli haustið 2021, þegar ásakanir um kynferðisbrot landsliðsmanna komust í hámæli.VÍSIR/VILHELM „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun.“ Búa til þoku í stað þess að segja hlutina eins og þeir eru Alla jafna er krísustjórnunarteymi KSÍ skipað formanni, framkvæmdastjóra og samskiptastjóra, að viðbættum öðrum starfsmönnum ef við á. Haustið 2021 segir Ómar að leitað hafi verið til sérhæfðs fyrirtækis með misheppnuðum árangri. Honum hafi þótt fyrirtækið reyna að slá ryki í augu fólks: „Það sem við gerðum, vegna þess að við höfum aldrei þurft að díla við krísu af þessari stærðargráðu né um þetta umfangsefni, fengum við til okkar fyrirtæki sem hefur reynslu af krísustjórnun og öðrum verkefnum. Við fengum til okkar sérfræðinga til að hjálpa okkur. Þeir gáfu okkur sín ráð. Ég var áfram í þessu teymi og gaf mín ráð. Ég fékk það á tilfinninguna í þessari ráðgjöf frá þessu fyrirtæki að þau væru að reyna að búa til einhverja þoku og slá ryk í augun á fólki í staðinn fyrir að segja hlutina eins og þeir eru og leyfa fólki að hafa skoðun á því. Sem er að mínu mati miklu betra að gera, alltaf. Þannig upplifði ég þetta og á endanum varð þetta til þess að ég sagði mér frá þessu teymi, steig út úr því. Eftir sátu þá ráðgjafarnir og þáverandi formaður. Mín ráð og ráðgjafateymisins voru allt önnur og þeirra ráð komu mér verulega á óvart, ef ég er alveg hreinskilinn. En þarna fengum við sérfræðinga inn, sem auðvitað vita betur og þegar maður ræður sérfræðinga inn á maður að hlusta á þá og fylgja ráðum þeirra eftir bestu getu. Eftir á að hyggja voru það mistök. Við hefðum ekki átt að gera það. Ég hafði gefið mín ráð, það var ekki hlustað á þau eða farið eftir þeim í neinum tilfellum. Ég ákvað því að mínum tíma væri betur varið fyrir utan teymið.“ Í ritgerðinni segir Ómar það af og frá að kynferðisbrot sé stærra vandamál í knattspyrnuheiminum en annars staðar. „Hversu stórt vandamál var þetta? Ég er ekki viss. Ég held knattspyrnuhreyfingin sé ekkert öðruvísi en skólakerfið eða tónlistarheimurinn. Það er sama hlutfall af fávitum alls staðar. Ofbeldi er ekkert sérstakt vandamál í fótbolta, það er ekki þannig.“ Klara Bjartmarz fór í leyfi vegna þess em á gekk haustið 2021 en sneri svo aftur til starfa sem framkvæmdastjóri KSÍ.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reyndu markvisst að fækka fréttum um KSÍ Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz fór í leyfi á meðan á krísuástandinu stóð en sneri svo aftur til starfa og er enn framkvæmdastjóri KSÍ. Í ritgerðinni greinir hún frá því að KSÍ hafi markvisst unnið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum. Stjórn KSÍ samþykkti í maí á síðasta ári viðbragðsáætlun vegna meintra alvarlegra brota leikmanna og annars starfsfólks sambandsins. Í henni felst að mál leikmanns eða starfsmanns á borði ákæruvalds eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, þá stígi hann til hliðar á meðan. „Í dag myndum við vísa þessu í okkar verklag og vísa þessu til samskiptaráðgjafa. Málin stoppa ekkert hér, þau fara lóðbeint niður í Skipholtið til hennar,“ segir Klara. Klara segir í ritgerðinni að orðspor KSÍ hafi lagast frá árinu 2021 og að unnið sé í því að halda jákvæðum dæmum á lofti um starfsemi KSÍ. Þau dæmi séu þó ekki endilega jákvæð í augum íþróttafréttamanna. Klara segir einnig að unnið hafi verið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum eftir að stormurinn geysaði haustið 2021. „Markvisst síðasta haust [viðtalið var tekið haustið 2022] vorum við að reyna að fækka fréttum um okkur. Reynum að vera ekki í fréttum, sögðum við. Við reynum að gefa færri færi á fyrirsögnum.“ Segja alla horfa til KSÍ en ÍSÍ taki ekki forystu Þá gagnrýna Ómar og Klara Íþrótta- og ólympíusamband Íslands fyrir forystuleysi: „Við erum ein í þessu. Allir fylgja okkur og elta okkur. Við erum að átta okkur á því að við erum leiðtogar í íslenskri íþróttahreyfingu, það er ekki ÍSÍ. Það eru allir að horfa á KSÍ. Það eru hlutir sem við erum að takast á við, en við þurfum kannski aðeins meira af fólki til að ráða við það,“ segir Ómar. Ritgerðina má lesa í heild sinni hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Þetta kemur fram í BA-ritgerð blaðamannsins Jóhanns Inga Hafþórssonar sem fjallar um verkferla KSÍ þegar kemur að tilkynningum um kynferðisbrot. Ómar Smárason hefur sem samskiptastjóri KSÍ verið í krísustjórnunarteymi sambandsins ásamt formanni og framkvæmdastjóra. Hann var hins vegar ósáttur við það hvernig tekist var á við krísuna sem myndaðist haustið 2021, sem leiddi til afsagnar þáverandi formanns Guðna Bergssonar og í kjölfarið stjórnar KSÍ. Guðni hafði í viðtali á RÚV haldið því fram að KSÍ hefði ekki borist nein tilkynning um kynferðisbrot landsliðsmanna en í ljós kom að það var alls ekki rétt. Ómar var ekki ánægður með ráðgjafafyrirtækið sem hann segir Guðna hafa treyst á - segir að í krísustjórnun sé reglan að segja sannleikann eða ekki neitt - og Ómar dró sig út úr krísustjórnunarteyminu. „Á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur“ „Þau voru að reyna að eyða einhverri umræðu sem var ekkert að fara að hverfa,“ segir Ómar í ritgerðinni. „Aftur vildi ég stíga fram og segja nákvæmlega þetta, hvaða reglur gilda. Það voru mín ráð allan tímann. Þegar ráðgjafarnir koma inn, er önnur ákvörðun tekin. Það var alls ekki góð hugmynd að fara í Kastljósviðtal, því við vorum alveg meðvituð um hver afstaða RÚV gagnvart KSÍ væri, hún var mjög neikvæð. Við fundum það í öllum samtölum okkar við fréttamenn RÚV. Við vissum hvaða agenda RÚV var að keyra og því var ekki skynsamlegt að fara í þetta viðtal,“ segir Ómar og bætir við að KSÍ hafi hvergi fengið neinn stuðning þegar stormurinn gekk yfir haustið 2021. Öfgar ásamt Bleika fílnum stóðu meðal annars fyrir mótmælum fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli haustið 2021, þegar ásakanir um kynferðisbrot landsliðsmanna komust í hámæli.VÍSIR/VILHELM „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun.“ Búa til þoku í stað þess að segja hlutina eins og þeir eru Alla jafna er krísustjórnunarteymi KSÍ skipað formanni, framkvæmdastjóra og samskiptastjóra, að viðbættum öðrum starfsmönnum ef við á. Haustið 2021 segir Ómar að leitað hafi verið til sérhæfðs fyrirtækis með misheppnuðum árangri. Honum hafi þótt fyrirtækið reyna að slá ryki í augu fólks: „Það sem við gerðum, vegna þess að við höfum aldrei þurft að díla við krísu af þessari stærðargráðu né um þetta umfangsefni, fengum við til okkar fyrirtæki sem hefur reynslu af krísustjórnun og öðrum verkefnum. Við fengum til okkar sérfræðinga til að hjálpa okkur. Þeir gáfu okkur sín ráð. Ég var áfram í þessu teymi og gaf mín ráð. Ég fékk það á tilfinninguna í þessari ráðgjöf frá þessu fyrirtæki að þau væru að reyna að búa til einhverja þoku og slá ryk í augun á fólki í staðinn fyrir að segja hlutina eins og þeir eru og leyfa fólki að hafa skoðun á því. Sem er að mínu mati miklu betra að gera, alltaf. Þannig upplifði ég þetta og á endanum varð þetta til þess að ég sagði mér frá þessu teymi, steig út úr því. Eftir sátu þá ráðgjafarnir og þáverandi formaður. Mín ráð og ráðgjafateymisins voru allt önnur og þeirra ráð komu mér verulega á óvart, ef ég er alveg hreinskilinn. En þarna fengum við sérfræðinga inn, sem auðvitað vita betur og þegar maður ræður sérfræðinga inn á maður að hlusta á þá og fylgja ráðum þeirra eftir bestu getu. Eftir á að hyggja voru það mistök. Við hefðum ekki átt að gera það. Ég hafði gefið mín ráð, það var ekki hlustað á þau eða farið eftir þeim í neinum tilfellum. Ég ákvað því að mínum tíma væri betur varið fyrir utan teymið.“ Í ritgerðinni segir Ómar það af og frá að kynferðisbrot sé stærra vandamál í knattspyrnuheiminum en annars staðar. „Hversu stórt vandamál var þetta? Ég er ekki viss. Ég held knattspyrnuhreyfingin sé ekkert öðruvísi en skólakerfið eða tónlistarheimurinn. Það er sama hlutfall af fávitum alls staðar. Ofbeldi er ekkert sérstakt vandamál í fótbolta, það er ekki þannig.“ Klara Bjartmarz fór í leyfi vegna þess em á gekk haustið 2021 en sneri svo aftur til starfa sem framkvæmdastjóri KSÍ.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reyndu markvisst að fækka fréttum um KSÍ Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz fór í leyfi á meðan á krísuástandinu stóð en sneri svo aftur til starfa og er enn framkvæmdastjóri KSÍ. Í ritgerðinni greinir hún frá því að KSÍ hafi markvisst unnið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum. Stjórn KSÍ samþykkti í maí á síðasta ári viðbragðsáætlun vegna meintra alvarlegra brota leikmanna og annars starfsfólks sambandsins. Í henni felst að mál leikmanns eða starfsmanns á borði ákæruvalds eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, þá stígi hann til hliðar á meðan. „Í dag myndum við vísa þessu í okkar verklag og vísa þessu til samskiptaráðgjafa. Málin stoppa ekkert hér, þau fara lóðbeint niður í Skipholtið til hennar,“ segir Klara. Klara segir í ritgerðinni að orðspor KSÍ hafi lagast frá árinu 2021 og að unnið sé í því að halda jákvæðum dæmum á lofti um starfsemi KSÍ. Þau dæmi séu þó ekki endilega jákvæð í augum íþróttafréttamanna. Klara segir einnig að unnið hafi verið í því að hafa færri fréttir um sambandið í fjölmiðlum eftir að stormurinn geysaði haustið 2021. „Markvisst síðasta haust [viðtalið var tekið haustið 2022] vorum við að reyna að fækka fréttum um okkur. Reynum að vera ekki í fréttum, sögðum við. Við reynum að gefa færri færi á fyrirsögnum.“ Segja alla horfa til KSÍ en ÍSÍ taki ekki forystu Þá gagnrýna Ómar og Klara Íþrótta- og ólympíusamband Íslands fyrir forystuleysi: „Við erum ein í þessu. Allir fylgja okkur og elta okkur. Við erum að átta okkur á því að við erum leiðtogar í íslenskri íþróttahreyfingu, það er ekki ÍSÍ. Það eru allir að horfa á KSÍ. Það eru hlutir sem við erum að takast á við, en við þurfum kannski aðeins meira af fólki til að ráða við það,“ segir Ómar. Ritgerðina má lesa í heild sinni hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti