Síðan Rúnar Sigtrygsson tók við stjórn Leipzig hefur gengi liðsins stökkbreyst. Liðið var í sjöunda sæti deildarinnar fyrir leikinn og hafði unnið alla leiki sína síðan heimsmeistaramótinu lauk í janúar.
Liðið mætti í kvöld liði Erlangen sem er um miðja þýsku deildina. Lekurinn var jafn til að byrja með en Erlangen náði frumkvæðinu undir lok fyrri hálfleiks og leiddi 19-17 í hálfleik.
Í seinni hálfleik hélt Erlangen frumkvæðinu og bætti í. Liðið vann að lokum 36-32 sigur og fyrsta tap Leipzig árið 2023 staðreynd. Viggó Kristjánsson átti ágætan leik fyrir Leipzig og skoraði fimm mörk.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir Bergischer sem vann tíu marka stórsigur á Hamm-Westfalen. Bergischer er í níunda sæti deildarinnar eftir sigurinn.