Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2023 00:15 Johnson sat fyrir svörum hjá þingnefnd í dag. AP Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar. Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira