Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2023 00:15 Johnson sat fyrir svörum hjá þingnefnd í dag. AP Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar. Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira