Arsenal þurft að greiða mest í sektir vegna slæmrar framkomu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 07:01 Jurgen Klopp og Mikel Arteta eru oftar en ekki líflegir á hliðarlínunni í leikjum sinna liða. Vísir/Getty Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samtals þurft að greiða yfir 150 milljónir í sektir vegna framkomu leikmanna sinna og þjálfara á tímabilinu. Arsenal toppar listann. Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira