Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi þremur sætum neðar en á síðasta tímabili. Keflvíkingar blésu á allar hrakspár fyrir síðasta tímabil og gott betur. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði frábæra hluti á félagaskiptamarkaðnum og Keflavík var með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Keflvíkingar skoruðu 56 mörk en aðeins Blikar og Víkingar skoruðu meira. Þeir enduðu í 7. sæti og „unnu“ úrslitakeppni neðri hlutans. Sumsé stórgott tímabil í Keflavík. En fóru leikmenn að hverfa á braut, hver á fætur öðrum og þegar uppi var staðið hafði Keflavík misst átta leikmenn, þar af sjö sem voru jafnan í byrjunarliðinu. Sigurðar Ragnars beið því það óöfundsverða hlutverk að fylla í þau skörð. Síðan hann kom til Keflavíkur hefur hann verið afar klókur í að finna góða erlenda leikmenn sem hafa hjálpað liðinu. Og Sigurður Ragnar þarf að fá fimm rétta í útlendingalottóinu, nú sem aldrei fyrr. Keflvíkingar hafa meðal annars fengið danskan markvörð, íraskan/danskan miðjumann og ástralskan framherja. En það er hætt við að meira þurfi til. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu fjórum sætum ofar en þeim var spáð (11. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (1 af 3) Júlí: 47 prósent stiga í húsi (7 af 15) Ágúst: 33 prósent stiga í húsi (4 af 12) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Október: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 7. sæti (28 stig) Úrslitakeppni: 1. sæti í neðri deild (9 stig) - Besti dagur: 11. júlí 3-0 sigur á Val á útivelli og liðið hafði þá náð í 13 af 15 stigum mögulegum úr síðustu fimm leikjum sínum. Versti dagur: 2. maí Fjórða tapið í röð, nú 3-2 á móti KA eftir að hafa verið 2-1 yfir á 86. mínútu leiksins. - Tölfræðin Árangur: 7. sæti (37 stig) Sóknarleikur: 3. sæti (56 mörk skoruð) Varnarleikur: 7. sæti (48 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 9. sæti (18 stig) Árangur á útivelli: 5. sæti (19 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (4 sinnum) Flestir tapleikir í röð: 4 (19. apríl til 2. maí) Markahæsti leikmaður: Patrik Johannesen 12 Flestar stoðsendingar: Adam Ægir Pálsson 13 Þáttur í flestum mörkum: Adam Ægir Pálsson 21 Flest gul spjöld: Magnús Þór Magnússon og Rúnar Þór Sigurgeirsson 9 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Mathias Brinch Rosenørn (f. 1993): Danskur markvörður sem hefur undanfarin tvö ár spilað með KÍ Klaksvík við góðan orðstír enda vann hann deildina bæði tímabilin sín í Færeyjum. Á fyrir höndum erfitt verkefni en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Rosenørn í sumar. Frans Elvarsson, miðjumaður (f. 1990): Þó það hafi mikið breyst í liði Keflavíkur á undanförnum mánuðum þá er Frans festan á miðjunni sem heldur öllu saman. Gríðarlega reyndur leikmaður sem virðist bara verða betri með árunum. Sami Kamel, miðjumaður (f. 1993): Annar reyndur leikmaður sem á ættir að rekja til Danmerkur. Hafði spilað í Noregi frá 2016 en reynir nú fyrir sér í Bestu deildinni. Sóknarþenkjandi miðjumaður með mikið markanef. Hefur heillað á sínum stutta tíma í Keflavík og þarf að mæta í vel reimuðum markaskóm í upphafi móts þar sem ástralski framherjinn Jordan Smylie verður frá keppni fyrstur vikurnar. Mathias Brinch Rosenørn, Frans Elvarsson og Sami Kamel eru í lykilhlutverkum hjá Keflavík.vísir/daníel Markaðurinn grafík/hjalti Það er ekki heiglum hent að missa sjö byrjunarliðsmenn á milli leiktíða og Keflvíkingar mæta nánast með nýtt lið til leiks eftir flottan árangur í fyrra. Það skiptir því öllu máli fyrir þá að nýir leikmenn passi vel inn í liðið og hafi nóg fram að færa. Keflavík sótti sér Mathias Rosenörn í markið í stað Sindra Kristins Ólafssonar. Mathias fékk varla á sig mark í færeysku deildinni síðustu tvö ár, aðeins sjö í 27 leikjum á síðustu leiktíð, og varð meistari bæði árin, svo þær staðreyndir lofa góðu. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson kemur í vörnina í staðinn fyrir Dani Hatakka sem elti Sindra til FH, en Gunnlaugur kynntist efstu deildinni með Víkingum fyrir nokkrum árum. Daníel Gylfason kom einnig frá Kórdrengjum, heim til Keflavíkur, en hvorugur hefur svo sem sannað sig í deild þeirra bestu. Keflvíkingar misstu óvænt kantmanninn Marley Blair fyrir síðustu leiktíð en hann er mættur aftur og þeir þurfa einnig að treysta á að danski miðjumaðurinn Sami Kamel auðgi sóknarleikinn sem fremsti miðjumaður. Hinn 21 árs gamli Viktor Andri Hafþórsson kom frá Fjölni, eftir að hafa skorað fjögur mörk í Lengjudeildinni í fyrra, en ástralski framherjinn Jordan Smylie meiddist hins vegar í hné á dögunum og missir af byrjun mótsins. Farnir eru hins vegar stoðsendingakóngur deildarinnar og fleiri afar öflugir leikmenn, þar á meðal allir helstu markaskorarar liðsins, og ljóst að Keflvíkingar gætu þurft að nýta tímann vel þar til glugginn lokast í næsta mánuði. Hversu langt er síðan að Keflavík .... ... varð Íslandsmeistari: 50 ár (1973) ... varð bikarmeistari: 17 ár (2006) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2008) ... féll úr deildinni: 5 ár (2018) ... átti markakóng deildarinnar: 15 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti besta leikmann deildarinnar: 15 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 9 ár (Elías Már Ómarsson 2014) Keflvíkingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í 8. sæti í A-deildinni. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í 3. sæti í A-deildinni og komust í bikarúrslit. Fyrir tuttugu árum (2003): Komust upp í A-deild með því að vinna B-deildina. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í 9. sæti í A-deildinni. Að lokum ... Ásgeir Páll Magnússon verður væntanlega vinstri bakvörður Keflavíkur í sumar.vísir/hulda margrét Sigurður Ragnar er að fara inn í sitt fjórða tímabil sem þjálfari Keflavíkur og það reynir á hann sem aldrei fyrr. Undir hans stjórn hafa kaupin á erlendum leikmönnum heppnast vel og sú verður að vera raunin í ár. Keflvíkingar eru með ágætis kjarna heimamanna en erlendu leikmennirnir verða að vera burðarásar til að liðið haldi sjó. Það sýndi sig samt í fyrra að það er varhugavert að vanmeta Keflavík og úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið ágæt. En Keflvíkingar eru samt nokkuð óskrifað blað og Sigurður Ragnar myndi eflaust vilja hafa aðeins færri óvissuþætti, núna korteri í mót. Keflvíkingar eru líklega ekki að fara að jafna eða toppa árangur síðasta tímabils en þeir geta alveg átt gott tímabil og það sem mikilvægast er, haldið sér í Bestu-deildinni þriðja árið í röð. Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi þremur sætum neðar en á síðasta tímabili. Keflvíkingar blésu á allar hrakspár fyrir síðasta tímabil og gott betur. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði frábæra hluti á félagaskiptamarkaðnum og Keflavík var með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Keflvíkingar skoruðu 56 mörk en aðeins Blikar og Víkingar skoruðu meira. Þeir enduðu í 7. sæti og „unnu“ úrslitakeppni neðri hlutans. Sumsé stórgott tímabil í Keflavík. En fóru leikmenn að hverfa á braut, hver á fætur öðrum og þegar uppi var staðið hafði Keflavík misst átta leikmenn, þar af sjö sem voru jafnan í byrjunarliðinu. Sigurðar Ragnars beið því það óöfundsverða hlutverk að fylla í þau skörð. Síðan hann kom til Keflavíkur hefur hann verið afar klókur í að finna góða erlenda leikmenn sem hafa hjálpað liðinu. Og Sigurður Ragnar þarf að fá fimm rétta í útlendingalottóinu, nú sem aldrei fyrr. Keflvíkingar hafa meðal annars fengið danskan markvörð, íraskan/danskan miðjumann og ástralskan framherja. En það er hætt við að meira þurfi til. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu fjórum sætum ofar en þeim var spáð (11. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (1 af 3) Júlí: 47 prósent stiga í húsi (7 af 15) Ágúst: 33 prósent stiga í húsi (4 af 12) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Október: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 7. sæti (28 stig) Úrslitakeppni: 1. sæti í neðri deild (9 stig) - Besti dagur: 11. júlí 3-0 sigur á Val á útivelli og liðið hafði þá náð í 13 af 15 stigum mögulegum úr síðustu fimm leikjum sínum. Versti dagur: 2. maí Fjórða tapið í röð, nú 3-2 á móti KA eftir að hafa verið 2-1 yfir á 86. mínútu leiksins. - Tölfræðin Árangur: 7. sæti (37 stig) Sóknarleikur: 3. sæti (56 mörk skoruð) Varnarleikur: 7. sæti (48 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 9. sæti (18 stig) Árangur á útivelli: 5. sæti (19 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (4 sinnum) Flestir tapleikir í röð: 4 (19. apríl til 2. maí) Markahæsti leikmaður: Patrik Johannesen 12 Flestar stoðsendingar: Adam Ægir Pálsson 13 Þáttur í flestum mörkum: Adam Ægir Pálsson 21 Flest gul spjöld: Magnús Þór Magnússon og Rúnar Þór Sigurgeirsson 9 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Mathias Brinch Rosenørn (f. 1993): Danskur markvörður sem hefur undanfarin tvö ár spilað með KÍ Klaksvík við góðan orðstír enda vann hann deildina bæði tímabilin sín í Færeyjum. Á fyrir höndum erfitt verkefni en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Rosenørn í sumar. Frans Elvarsson, miðjumaður (f. 1990): Þó það hafi mikið breyst í liði Keflavíkur á undanförnum mánuðum þá er Frans festan á miðjunni sem heldur öllu saman. Gríðarlega reyndur leikmaður sem virðist bara verða betri með árunum. Sami Kamel, miðjumaður (f. 1993): Annar reyndur leikmaður sem á ættir að rekja til Danmerkur. Hafði spilað í Noregi frá 2016 en reynir nú fyrir sér í Bestu deildinni. Sóknarþenkjandi miðjumaður með mikið markanef. Hefur heillað á sínum stutta tíma í Keflavík og þarf að mæta í vel reimuðum markaskóm í upphafi móts þar sem ástralski framherjinn Jordan Smylie verður frá keppni fyrstur vikurnar. Mathias Brinch Rosenørn, Frans Elvarsson og Sami Kamel eru í lykilhlutverkum hjá Keflavík.vísir/daníel Markaðurinn grafík/hjalti Það er ekki heiglum hent að missa sjö byrjunarliðsmenn á milli leiktíða og Keflvíkingar mæta nánast með nýtt lið til leiks eftir flottan árangur í fyrra. Það skiptir því öllu máli fyrir þá að nýir leikmenn passi vel inn í liðið og hafi nóg fram að færa. Keflavík sótti sér Mathias Rosenörn í markið í stað Sindra Kristins Ólafssonar. Mathias fékk varla á sig mark í færeysku deildinni síðustu tvö ár, aðeins sjö í 27 leikjum á síðustu leiktíð, og varð meistari bæði árin, svo þær staðreyndir lofa góðu. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson kemur í vörnina í staðinn fyrir Dani Hatakka sem elti Sindra til FH, en Gunnlaugur kynntist efstu deildinni með Víkingum fyrir nokkrum árum. Daníel Gylfason kom einnig frá Kórdrengjum, heim til Keflavíkur, en hvorugur hefur svo sem sannað sig í deild þeirra bestu. Keflvíkingar misstu óvænt kantmanninn Marley Blair fyrir síðustu leiktíð en hann er mættur aftur og þeir þurfa einnig að treysta á að danski miðjumaðurinn Sami Kamel auðgi sóknarleikinn sem fremsti miðjumaður. Hinn 21 árs gamli Viktor Andri Hafþórsson kom frá Fjölni, eftir að hafa skorað fjögur mörk í Lengjudeildinni í fyrra, en ástralski framherjinn Jordan Smylie meiddist hins vegar í hné á dögunum og missir af byrjun mótsins. Farnir eru hins vegar stoðsendingakóngur deildarinnar og fleiri afar öflugir leikmenn, þar á meðal allir helstu markaskorarar liðsins, og ljóst að Keflvíkingar gætu þurft að nýta tímann vel þar til glugginn lokast í næsta mánuði. Hversu langt er síðan að Keflavík .... ... varð Íslandsmeistari: 50 ár (1973) ... varð bikarmeistari: 17 ár (2006) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2008) ... féll úr deildinni: 5 ár (2018) ... átti markakóng deildarinnar: 15 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti besta leikmann deildarinnar: 15 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 9 ár (Elías Már Ómarsson 2014) Keflvíkingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í 8. sæti í A-deildinni. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í 3. sæti í A-deildinni og komust í bikarúrslit. Fyrir tuttugu árum (2003): Komust upp í A-deild með því að vinna B-deildina. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í 9. sæti í A-deildinni. Að lokum ... Ásgeir Páll Magnússon verður væntanlega vinstri bakvörður Keflavíkur í sumar.vísir/hulda margrét Sigurður Ragnar er að fara inn í sitt fjórða tímabil sem þjálfari Keflavíkur og það reynir á hann sem aldrei fyrr. Undir hans stjórn hafa kaupin á erlendum leikmönnum heppnast vel og sú verður að vera raunin í ár. Keflvíkingar eru með ágætis kjarna heimamanna en erlendu leikmennirnir verða að vera burðarásar til að liðið haldi sjó. Það sýndi sig samt í fyrra að það er varhugavert að vanmeta Keflavík og úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið ágæt. En Keflvíkingar eru samt nokkuð óskrifað blað og Sigurður Ragnar myndi eflaust vilja hafa aðeins færri óvissuþætti, núna korteri í mót. Keflvíkingar eru líklega ekki að fara að jafna eða toppa árangur síðasta tímabils en þeir geta alveg átt gott tímabil og það sem mikilvægast er, haldið sér í Bestu-deildinni þriðja árið í röð.
Væntingarstuðullinn: Enduðu fjórum sætum ofar en þeim var spáð (11. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (1 af 3) Júlí: 47 prósent stiga í húsi (7 af 15) Ágúst: 33 prósent stiga í húsi (4 af 12) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Október: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 7. sæti (28 stig) Úrslitakeppni: 1. sæti í neðri deild (9 stig) - Besti dagur: 11. júlí 3-0 sigur á Val á útivelli og liðið hafði þá náð í 13 af 15 stigum mögulegum úr síðustu fimm leikjum sínum. Versti dagur: 2. maí Fjórða tapið í röð, nú 3-2 á móti KA eftir að hafa verið 2-1 yfir á 86. mínútu leiksins. - Tölfræðin Árangur: 7. sæti (37 stig) Sóknarleikur: 3. sæti (56 mörk skoruð) Varnarleikur: 7. sæti (48 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 9. sæti (18 stig) Árangur á útivelli: 5. sæti (19 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (4 sinnum) Flestir tapleikir í röð: 4 (19. apríl til 2. maí) Markahæsti leikmaður: Patrik Johannesen 12 Flestar stoðsendingar: Adam Ægir Pálsson 13 Þáttur í flestum mörkum: Adam Ægir Pálsson 21 Flest gul spjöld: Magnús Þór Magnússon og Rúnar Þór Sigurgeirsson 9
Hversu langt er síðan að Keflavík .... ... varð Íslandsmeistari: 50 ár (1973) ... varð bikarmeistari: 17 ár (2006) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2008) ... féll úr deildinni: 5 ár (2018) ... átti markakóng deildarinnar: 15 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti besta leikmann deildarinnar: 15 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 9 ár (Elías Már Ómarsson 2014)
Keflvíkingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í 8. sæti í A-deildinni. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í 3. sæti í A-deildinni og komust í bikarúrslit. Fyrir tuttugu árum (2003): Komust upp í A-deild með því að vinna B-deildina. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í 9. sæti í A-deildinni.
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00