Öruggur sigur Pérez og magnaður Verstappen komst á verðlaunapall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 19:30 Sigurvegarinn í Sádi-Arabíu. EPA-EFE/Luca Bruno Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, kom sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í Sádi-Arabíu. Samherji hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, tókst á undraverðan hátt að enda á verðlaunapalli þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. Pérez hóf kappakstur dagsins á ráspól, stóðst áhlaup Fernando Alonso og kom á endanum fyrstur í mark. Þó svo að Pérez hafi keyrt frábærlega og hafi verið að hrósa sigri í fimmta skipti þá tókst Verstappen samt sem áður að stela sviðsljósinu. Nobody could stop @SChecoPerez in Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/h0FUWND4Gz— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Hollendingurinn átti erfitt uppdráttar í tímatökunni og var í 15. sæti þegar keppni dagsins hófst. Hann nýtti hverja einustu örðu af hæfileikum sem hann býr yfir og tókst að enda í öðru sæti. Var þetta annar kappaksturinn í röð þar sem Red Bull-teymið endar í 1. og 2. sæti. Upphaflega var Fernando Alonso, Austin Martin, í 3. sætinu en refsingu eftir að kappakstri var lokið og féll niður í 4. sæti. Við það fór George Russell, Mercedes, upp á verðlaunapall. Max Verstappen sets the fastest lap on the very last lap of the race to earn one bonus point #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/RuUq6YJ0nD— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Næsta keppni Formúlu 1 fer fram í Ástralíu þann 2. apríl næstkomandi. Akstursíþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pérez hóf kappakstur dagsins á ráspól, stóðst áhlaup Fernando Alonso og kom á endanum fyrstur í mark. Þó svo að Pérez hafi keyrt frábærlega og hafi verið að hrósa sigri í fimmta skipti þá tókst Verstappen samt sem áður að stela sviðsljósinu. Nobody could stop @SChecoPerez in Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/h0FUWND4Gz— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Hollendingurinn átti erfitt uppdráttar í tímatökunni og var í 15. sæti þegar keppni dagsins hófst. Hann nýtti hverja einustu örðu af hæfileikum sem hann býr yfir og tókst að enda í öðru sæti. Var þetta annar kappaksturinn í röð þar sem Red Bull-teymið endar í 1. og 2. sæti. Upphaflega var Fernando Alonso, Austin Martin, í 3. sætinu en refsingu eftir að kappakstri var lokið og féll niður í 4. sæti. Við það fór George Russell, Mercedes, upp á verðlaunapall. Max Verstappen sets the fastest lap on the very last lap of the race to earn one bonus point #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/RuUq6YJ0nD— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Næsta keppni Formúlu 1 fer fram í Ástralíu þann 2. apríl næstkomandi.
Akstursíþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira