Brotist var inn í lúxusvillu Salah í Egyptalandi um helgina líklega á svipuðum tíma og kappinn var upptekinn að spila með Liverpool liðinu.
Eygypska lögreglan sagði blaðamanni Associated Press frá því að þjófarnir hafi þó aðeins stolið móttökutækjum fyrir kapalsjónvarp.
Liverpool star Mohamed Salah has Egypt home burgled as police investigation 'ongoing'https://t.co/EBYgcwcaEZ
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 13, 2023
Húsið hans Salah er í Tagamoa um það vil 50 kílómetrum austur af höfuðborginni Kaíró.
Þjófarnir ætluðu reyndar líka að taka gaskút með sér en hann reyndist vera of þungur fyrir þá til að bera.
Lögreglumennirnir veittu þessar upplýsingar í nafnleysi en þeir máttu ekki ræða við fjölmiðla.
Lögreglan var kölluð á svæðið eftir að ættingi Salah tók eftir því að gluggi var opinn á laugardagskvöldinu.
Rannsókn er í gangi og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Salah er auðvitað í guðatölu í Egyptalandi og þessar fréttir fara örugglega ekki vel í flesta landa hans.
For the first time in his PL career, Mo Salah completely missed the target on a penalty pic.twitter.com/1JR6RPnYzA
— ESPN FC (@ESPNFC) March 11, 2023