Sjáðu stiklu úr glænýjum þáttum Baldurs um Bestu deild karla Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 10:31 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vísir Þættirnir Lengsta undirbúningstímabil í heimi fara í loftið á Stöð 2 Sport í kvöld en í þáttunum heimsækir knattspyrnusérfræðingurinn Baldur Sigurðsson sex félög í Bestu deild karla. Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti