Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2023 21:32 Lögreglujónar hafa meðal annars beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. AP Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Georgía Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023
Georgía Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira