Handtóku táninginn sem gerði Klopp brjálaðan Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 17:02 Jürgen Klopp lét stuðningsmanninn heyra það eftir að sá hafði verið nálægt því að valda meiðslum hjá Andy Robertson. Getty/Robbie Jay Barratt Lögreglan í Merseyside hefur handtekið 16 ára dreng fyrir að brjóta sér leið inn á völlinn á Anfield í gær þegar Liverpool vann 7-0 risasigurinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Unglingurinn reitti meðal annars Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til mikillar reiði þegar hann óð inn á völlinn og rann á skoska bakvörðinn Andy Robertson. Leikmaðurinn greip um ökkla sinn og virtist þjáður, og jós Klopp úr skálum reiði sinnar þegar unglingurinn var leiddur framhjá honum og í burtu af vellinum. Liverpool gaf út í dag að þegar í stað hæfist rannsókn á atvikinu svo hægt væri að finna þann sem hljóp inn á völlinn í leyfisleysi, og að hann yrði settur í bann. Skömmu síðar kom svo fram í yfirlýsingu lögreglu að sextán ára drengur hefði verið handtekinn, og að lögreglan ynni með knattspyrnufélaginu Liverpool í málinu. Í yfirlýsingu Liverpool segir að ekkert afsaki svona ólíðandi og hættulega hegðun, og að félagið setji öryggi leikmanna, andstæðinga og stuðningsmanna í forgang. Klopp hafði haft margar ástæður til að gleðjast í seinni hálfleiknum í gær þegar lærisveinar hans skoruðu sex mörk eftir að hafa komist í 1-0 skömmu fyrir leikhlé. Atvikið sem nefnt er hér að ofan var það eina sem skyggði á gleðina en það gerðist eftir að Roberto Firmino skoraði sjöunda mark Liverpool á 88. mínútu. Robertson kláraði leikinn en hann lagði meðal annars upp fyrsta markið með frábærri sendingu á Cody Gakpo. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Unglingurinn reitti meðal annars Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til mikillar reiði þegar hann óð inn á völlinn og rann á skoska bakvörðinn Andy Robertson. Leikmaðurinn greip um ökkla sinn og virtist þjáður, og jós Klopp úr skálum reiði sinnar þegar unglingurinn var leiddur framhjá honum og í burtu af vellinum. Liverpool gaf út í dag að þegar í stað hæfist rannsókn á atvikinu svo hægt væri að finna þann sem hljóp inn á völlinn í leyfisleysi, og að hann yrði settur í bann. Skömmu síðar kom svo fram í yfirlýsingu lögreglu að sextán ára drengur hefði verið handtekinn, og að lögreglan ynni með knattspyrnufélaginu Liverpool í málinu. Í yfirlýsingu Liverpool segir að ekkert afsaki svona ólíðandi og hættulega hegðun, og að félagið setji öryggi leikmanna, andstæðinga og stuðningsmanna í forgang. Klopp hafði haft margar ástæður til að gleðjast í seinni hálfleiknum í gær þegar lærisveinar hans skoruðu sex mörk eftir að hafa komist í 1-0 skömmu fyrir leikhlé. Atvikið sem nefnt er hér að ofan var það eina sem skyggði á gleðina en það gerðist eftir að Roberto Firmino skoraði sjöunda mark Liverpool á 88. mínútu. Robertson kláraði leikinn en hann lagði meðal annars upp fyrsta markið með frábærri sendingu á Cody Gakpo.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira