Tsikhanouskaja dæmd í fimmtán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2023 13:20 Hin fertuga Svetlana Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Svetlönu Tsikhanouskaju, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð. Hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað sér að ræna völdum í landinu. Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08