Innlit í framtíðina hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 09:16 Cody Gakpo fagnar fyrra marki sínu í leiknum í gær. Hann skoraði það með frábærri afgreiðslu. AP/Jon Super Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær. Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira