Innlit í framtíðina hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 09:16 Cody Gakpo fagnar fyrra marki sínu í leiknum í gær. Hann skoraði það með frábærri afgreiðslu. AP/Jon Super Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær. Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira