„Það munaði á markvörslunni“ Hinrik Wöhler skrifar 2. mars 2023 20:48 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. „Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði. Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
„Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði.
Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða