Sögutími í SB: Passaðu þig í upphitunarfótboltanum á næstu æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 10:01 Birkir Ívar Guðmundsson var skapmikill markvörður og hann komst líka langt á skapinu. Hann gleymdi heldur engu eins og sannast á þessari sögu. Getty/Stuart Franklin Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar. Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti