Sigurður gæti misst af úrslitum vegna óviðeigandi hegðunar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2023 08:00 Sigurður Bragason mun hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við Valskonur eftir stórleikinn í Eyjum um síðustu helgi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV í handbolta, er inni á borði aganefndar HSÍ en hann er sakaður um óviðeigandi hegðun í garð starfsmanns og leikmanna Vals eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. ÍBV fagnaði sætum sigri í leiknum, 29-28, og komst þar með upp fyrir Val á topp Olís-deildarinnar. Sigurður var því sigurreifur eftir leik en hegðun hans og orðbragð gagnvart Valskonum eftir leik er nú til skoðunar. Þessi sömu lið gætu mögulega mæst í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll 18. mars, en þau eru bæði í undanúrslitunum sem fara fram þremur dögum fyrr. Samkvæmt upplýsingum Vísis á Sigurður á hættu að fá leikbann og gæti hann því verið í banni þegar úrslitin ráðast í Powerade-bikarnum. Aganefnd frestaði fyrirtöku Sigurður hlaut útilokun með skýrslu frá dómurum leiksins um helgina vegna „mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik,“ eins og það er orðað. Telja dómararnir mál Sigurðar falla undir reglu 8:10 a) en þar er talað um móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila, og getur hegðunin verið á munnlegu eða líkamlegu formi. Aganefnd barst einnig erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna málsins. Nefndin hefur nú frestað fyrirtöku málsins og óskað eftir greinargerð frá bæði ÍBV og Val. Vísir leitaði viðbragða hjá framkvæmdastjóra og formanni handknattleiksdeildar ÍBV en hvorugur vildi tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki hefur náðst í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
ÍBV fagnaði sætum sigri í leiknum, 29-28, og komst þar með upp fyrir Val á topp Olís-deildarinnar. Sigurður var því sigurreifur eftir leik en hegðun hans og orðbragð gagnvart Valskonum eftir leik er nú til skoðunar. Þessi sömu lið gætu mögulega mæst í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll 18. mars, en þau eru bæði í undanúrslitunum sem fara fram þremur dögum fyrr. Samkvæmt upplýsingum Vísis á Sigurður á hættu að fá leikbann og gæti hann því verið í banni þegar úrslitin ráðast í Powerade-bikarnum. Aganefnd frestaði fyrirtöku Sigurður hlaut útilokun með skýrslu frá dómurum leiksins um helgina vegna „mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik,“ eins og það er orðað. Telja dómararnir mál Sigurðar falla undir reglu 8:10 a) en þar er talað um móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila, og getur hegðunin verið á munnlegu eða líkamlegu formi. Aganefnd barst einnig erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna málsins. Nefndin hefur nú frestað fyrirtöku málsins og óskað eftir greinargerð frá bæði ÍBV og Val. Vísir leitaði viðbragða hjá framkvæmdastjóra og formanni handknattleiksdeildar ÍBV en hvorugur vildi tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki hefur náðst í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira