Tinubu leiðir en deilt um talningu í nígerísku forsetakosningunum Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 10:54 Bola Tinubu var frambjóðandi stjórnarflokksins APC. AP Nígeríumenn bíða enn eftir að fá skýra mynd af því hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Búið er að birta niðurstöður í fjórtán af 36 ríkjum og er Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC og fyrrverandi ríkisstjóri Lagos, með um 44 prósent atkvæða þar sem niðurstöður liggja fyrir. Þar er þó um að ræða lágt hlutfall af heildarfjölda atkvæða. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir. Nígería Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir.
Nígería Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira