Þetta var í 181.sinn sem De Gea fær ekki á sig mark og er hann þar með kominn upp fyrir dönsku goðsögnina Peter Schmeichel sem hélt 180 sinnum hreinu á glæsilegum ferli sínum hjá Man Utd á árunum 1991-1999
David De Gea gekk í raðir Man Utd frá Atletico Madrid árið 2011 og hefur leikið 523 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en til samanburðar lék Schmeichel 398 leiki fyrir Man Utd á sínum ferli.
In a league of his own @D_DeGea has now kept the most clean sheets in United history #MUFC pic.twitter.com/i1bYPwNQEK
— Manchester United (@ManUtd) February 26, 2023
De Gea er 32 ára gamall og gæti því átt þónokkuð mörg góð ár eftir á milli stanganna á Old Trafford.