Ten Hag vonast til þess að gera Ferguson stoltan Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 12:31 Erik Ten Hag segir að arfleið Ferguson sé sigurhefð Manchester United. Vísir/Getty Manchester United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár þegar liðið mætir Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins í dag. Erik Ten Hag segist hlakka til að stýra liðinu á hinum sögufræga Wembley leikvangi. Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“ Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira