Guðmundur Ágúst hafði leikið feykilega vel á fyrstu tveimur hringjunum og kom sér örugglega í gegnum niðurskurðinn með því að vera í öðru sæti eftir fyrstu tvo hringina á samtals fimm höggum undir pari.
Hann lenti hins vegar í vandræðum í dag. Hann fékk sex skolla og tvo fugla á fyrstu fjórtán holunum en náði sér síðan í tvöfaldan skolla á fimmtándu braut. Hann lauk hins vegar hringnum á fugli sem gefur gott veganesti fyrir morgundaginn.
Guðmundur Ágúst lauk keppni á þriðja hring á samtals fimm höggum yfir pari og er nú á samtals á pari eftir þrjá hringi. Hann er sem stendur í 28.-36.sæti mótsins þegar einn hringur er eftir.
Mótið á Indlandi er það áttunda sem Guðmundur keppir á þessu tímabili. Besti árangur hans er 49. sæti sem hann náði á Singapore Classic fyrr í þessum mánuði.