„Við trúum því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 10:30 Bruno Fernandes er hæstánægður með Erik Ten Hag sem tók við Manchester United síðasta sumar. Vísir/Getty Bruno Fernandes segir að fólk hafi aldrei trúað því að Manchester United gæti verið í þeirri stöðu sem þeir eru í jafn fljótt og raun ber vitni. Hann segir að Erik Ten Hag hafi fengið leikmenn til að trúa á ný. Manchester United er eina félagsliðið í sterkustu deildum Evrópu sem á ennþá möguleika að vinna fjóra titla á tímabilinu. Á fimmtudag sló liðið Barcelona út úr Evrópudeildinni og á morgun mætir liðið Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins. Í viðtali við Skysports segir Bruno Fernandes, einn af lykilmönnum United, að sjálfstraustið innan félagsins sé mun meira en áður en Erik Ten Hag tók við stjórninni síðasta sumar. „Auðvitað tel ég að mikilvægasta breytingin séu úrslitin. Við trúum við því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta, ég held að allir hafi trú. Allir fylgja hugmyndunum sem stjórinn hefur komið með inn í liðið og inn í félagið í heild,“ segir Fernandes og bætir við að Hollendingurinn Ten Hag sé kröfuharður „Hann veit hvað við getum og þess vegna setur hann kröfur. Ég held að allir hafi skilið að þú þarft að vera á hans línu. Þú þarft að fylgja hans reglum annars lendir þú í vandræðum. Hann var mjög ákveðinn á undirbúningstímabilinu, enginn fékk að hætta að hlaupa eða stoppa.“ Viðsnúningurinn varð í sigrinum á Liverpool Bruno Fernandes segir að þó aðstæður séu breyttar núna hafi alltaf verið gaman að vera leikmaður Manchester United. „Þegar úrslitin eru góð er það augljóslega skemmtilegra, maður kemur brosandi á æfingasvæðið. Ég held að skortur á sjálfstrausti hafi verið augljós á síðasta tímabili en núna getur þú séð að allir sem spila eru nokkuð öruggir og líka þeir sem eru ekki að spila.“ Manchester United tapaði í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn Brighton og Brentford. Í þriðja leiknum mætti liðið Liverpool og Fernandes segir að þar hafi orðið viðsnúningur. United vann 2-1 sigur í leiknum. Bruno Fernandes segir að viðsnúningur hafi orðið hjá United í sigrinum gegn Liverpool í upphafi tímabils.Vísir/Getty „Andrúmsloftið var frábært. Fyrsta tæklingin hjá Licha (Lisandro Martinez) kveikti í áhorfendum og maður fann strax að allir skildu að þetta hlyti að vera okkar augnablik. Eftir þennan leik náðum við góðum kafla þangað til við töpuðum gegn City.“ Fernandes segir að það sé ekki hægt að spila fyrir United og vera ánægður án þess að vinna titla. „Það eru liðnir sex eða sjö mánuðir og þetta hefur gengið hratt. Ég held að fólk hafi ekki trúað því að United væri í þessari stöðu á þessum tímapunkti vegna allra breytinganna, nýr þjálfari og svo hvernig gekk í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er undir okkur komið og við þurfum að halda áfram því það er auðvelt að gleyma góðu leikjunum þegar þú tapar leik.“ „Alltaf erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er“ Hann segir að Newcastle, andstæðingur United í úrslitum deildabikarsins, sé líklega það lið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu en Newcastle situr í fimmta sæti ensku deildarinnar. „Gæðin hafa alltaf verið þar en á síðasta tímabili voru þeir að berjast um að halda sæti sínu í deildinni og nú eru þeir að standa sig mjög vel. Ég held að allir viti að þetta sé sterkt lið. Þeir hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru líklega eitt af tveimur sterkustu liðunum í Evrópu hvað það varðar.“ „Þetta snýst um okkur. Þetta snýst meira um hvað við getum gert þeim, hvað við getum gert með okkar ákafa, ástríðu og gæðum. Við vitum að þetta verður erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er, þetta er alltaf erfitt því þetta er úrslitaleikur.“ Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Manchester United er eina félagsliðið í sterkustu deildum Evrópu sem á ennþá möguleika að vinna fjóra titla á tímabilinu. Á fimmtudag sló liðið Barcelona út úr Evrópudeildinni og á morgun mætir liðið Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins. Í viðtali við Skysports segir Bruno Fernandes, einn af lykilmönnum United, að sjálfstraustið innan félagsins sé mun meira en áður en Erik Ten Hag tók við stjórninni síðasta sumar. „Auðvitað tel ég að mikilvægasta breytingin séu úrslitin. Við trúum við því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta, ég held að allir hafi trú. Allir fylgja hugmyndunum sem stjórinn hefur komið með inn í liðið og inn í félagið í heild,“ segir Fernandes og bætir við að Hollendingurinn Ten Hag sé kröfuharður „Hann veit hvað við getum og þess vegna setur hann kröfur. Ég held að allir hafi skilið að þú þarft að vera á hans línu. Þú þarft að fylgja hans reglum annars lendir þú í vandræðum. Hann var mjög ákveðinn á undirbúningstímabilinu, enginn fékk að hætta að hlaupa eða stoppa.“ Viðsnúningurinn varð í sigrinum á Liverpool Bruno Fernandes segir að þó aðstæður séu breyttar núna hafi alltaf verið gaman að vera leikmaður Manchester United. „Þegar úrslitin eru góð er það augljóslega skemmtilegra, maður kemur brosandi á æfingasvæðið. Ég held að skortur á sjálfstrausti hafi verið augljós á síðasta tímabili en núna getur þú séð að allir sem spila eru nokkuð öruggir og líka þeir sem eru ekki að spila.“ Manchester United tapaði í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn Brighton og Brentford. Í þriðja leiknum mætti liðið Liverpool og Fernandes segir að þar hafi orðið viðsnúningur. United vann 2-1 sigur í leiknum. Bruno Fernandes segir að viðsnúningur hafi orðið hjá United í sigrinum gegn Liverpool í upphafi tímabils.Vísir/Getty „Andrúmsloftið var frábært. Fyrsta tæklingin hjá Licha (Lisandro Martinez) kveikti í áhorfendum og maður fann strax að allir skildu að þetta hlyti að vera okkar augnablik. Eftir þennan leik náðum við góðum kafla þangað til við töpuðum gegn City.“ Fernandes segir að það sé ekki hægt að spila fyrir United og vera ánægður án þess að vinna titla. „Það eru liðnir sex eða sjö mánuðir og þetta hefur gengið hratt. Ég held að fólk hafi ekki trúað því að United væri í þessari stöðu á þessum tímapunkti vegna allra breytinganna, nýr þjálfari og svo hvernig gekk í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er undir okkur komið og við þurfum að halda áfram því það er auðvelt að gleyma góðu leikjunum þegar þú tapar leik.“ „Alltaf erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er“ Hann segir að Newcastle, andstæðingur United í úrslitum deildabikarsins, sé líklega það lið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu en Newcastle situr í fimmta sæti ensku deildarinnar. „Gæðin hafa alltaf verið þar en á síðasta tímabili voru þeir að berjast um að halda sæti sínu í deildinni og nú eru þeir að standa sig mjög vel. Ég held að allir viti að þetta sé sterkt lið. Þeir hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru líklega eitt af tveimur sterkustu liðunum í Evrópu hvað það varðar.“ „Þetta snýst um okkur. Þetta snýst meira um hvað við getum gert þeim, hvað við getum gert með okkar ákafa, ástríðu og gæðum. Við vitum að þetta verður erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er, þetta er alltaf erfitt því þetta er úrslitaleikur.“
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira