Marcus Rashford hefur skorað tíu deildarmörk fyrir Manchester United síðan að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí.
Rashford skoraði fjögur mörk í fjórtán leikjum fyrir HM-frí, þar af tvö þeirra í sigri á toppliði Arsenal í september.
Eftir að hann kom heim frá HM í Katar þá hefur kappinn skorað tíu mörk í tíu deildarleikjum. Auk þess hefur hann bætt við einu marki í enska bikarnum, fjórum mörkum í enska deildarbikarnum og einu marki í Evrópudeildinni.
Til að sjá betur hvernig Marcus Rashford er að fara að því að skora öll þessi mörk má sjá markaveisluna í færslu ensku úrvalsdeildarinnar á miðlum sínum.
Hér fyrir neðan má sjá tíu mörk Rashford í síðustu tíu deildarleikjum sínum með Manchester United. Það þarf að fletta til að sjá næsta mark og svo framvegis.
Koma verður í ljós hvort Rashford verður á skotskónum gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Fyrri leikurinn á Nývangi fór 2-2 og því spenna fram undan.