Sá besti vill fleiri titla: „Á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 15:16 Róbert Aron Hostert stefnir á enn fleiri titla en þarf fyrst að jafna sig af erfiðum meiðslum. vísir/Ívar Fannar „Það er bara heiður að vera yfir höfuð á þessum lista með þessum mögnuðu leikmönnum,“ segir Róbert Aron Hostert eftir að hafa verið valinn besti leikmaður efstu deildar í handbolta á 21. öldinni. Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01
Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00
Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01