Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 10:02 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Erla Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Seðlabanka Íslands. Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. Seðlaröðin var fyrst sett í umferð eftir gjaldmiðlabreytinguna árið 1981, þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Ásgeir er 20. seðlabankastjórinn sem á undirritun á íslenskum peningaseðlum en um er að ræða eitt af öryggisatriðum seðlanna. Meðal hinna eru andlit Jóns Sigurðssonar í formi vatnsmerkis, öryggisþráður úr málmi, sjálflýsandi númer og myndir sem koma í ljós undir útfjólubláu ljósi, örletur af ýmsu tagi og þá er málmþynna á sumum seðlum, öryggisþráður með texta, vatnsmerki í hornum og blindramerki. „Nú eru um 80 milljarðar króna í umferð af seðlum og mynt. Af því eru tæplega 50 milljarðar í tíu þúsund króna seðlum. Af mynt eru 4,5 milljarðar króna í umferð. Fjárhæðir seðla sem eru í umferð eru 10.000 krónur, 5.000 krónur, 2.000 krónur, 1.000 krónur og 500 krónur. Tvö þúsund króna seðillinn hefur ekki verið prentaður og settur í umferð lengi. Hann er enn í fullu gildi en tiltölulega lítið er af honum í umferð,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. Á sama tíma fara vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. „Eftir sem áður hefur hlutur seðla og myntar í umferð verið lítt breyttur sem hlutfall af landsframleiðslu síðasta áratug, eða á bilinu 2-2,5%. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekkist, en var þó enn lægra í tvo áratugi fyrir bankahrunið, eða um 1%. Í hruninu tvöfaldaðist reiðufé í umferð, en slíkt gerist oft á óvissutímum. Enn fremur er líklegt að aukinn straumur ferðamanna til Íslands síðasta áratuginn hafi leitt til aukningar reiðufjár í umferð.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Tímamót Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Seðlaröðin var fyrst sett í umferð eftir gjaldmiðlabreytinguna árið 1981, þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Ásgeir er 20. seðlabankastjórinn sem á undirritun á íslenskum peningaseðlum en um er að ræða eitt af öryggisatriðum seðlanna. Meðal hinna eru andlit Jóns Sigurðssonar í formi vatnsmerkis, öryggisþráður úr málmi, sjálflýsandi númer og myndir sem koma í ljós undir útfjólubláu ljósi, örletur af ýmsu tagi og þá er málmþynna á sumum seðlum, öryggisþráður með texta, vatnsmerki í hornum og blindramerki. „Nú eru um 80 milljarðar króna í umferð af seðlum og mynt. Af því eru tæplega 50 milljarðar í tíu þúsund króna seðlum. Af mynt eru 4,5 milljarðar króna í umferð. Fjárhæðir seðla sem eru í umferð eru 10.000 krónur, 5.000 krónur, 2.000 krónur, 1.000 krónur og 500 krónur. Tvö þúsund króna seðillinn hefur ekki verið prentaður og settur í umferð lengi. Hann er enn í fullu gildi en tiltölulega lítið er af honum í umferð,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. Á sama tíma fara vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. „Eftir sem áður hefur hlutur seðla og myntar í umferð verið lítt breyttur sem hlutfall af landsframleiðslu síðasta áratug, eða á bilinu 2-2,5%. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekkist, en var þó enn lægra í tvo áratugi fyrir bankahrunið, eða um 1%. Í hruninu tvöfaldaðist reiðufé í umferð, en slíkt gerist oft á óvissutímum. Enn fremur er líklegt að aukinn straumur ferðamanna til Íslands síðasta áratuginn hafi leitt til aukningar reiðufjár í umferð.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Tímamót Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira