Lewis Hamilton ætlar ekki að láta þagga niður í sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 11:00 Lewis Hamilton vill fáa að segja sína skoðun á heimsmálum og örðu en formúla eitt vill koma í veg fyrir slíkt. AP/Kamran Jebreili Sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt ætlar ekki að hætta að segja sína skoðun þrátt fyrir að forráðamenn formúlunnar hafi bannað ökumönnum að koma með pólitískar yfirlýsingar. Hamilton hefur í gegnum tíðina vakið athygli á alls konar óréttlæti ekki síst þegar kemur að kynþáttarfordómum en einnig hefur hann tjáð sig um umhverfismál og mannréttindi. Í desember breytti formúlan reglugerð sinni þannig að nú þurfa ökumenn að sækja um sérstakt leyfi til að koma með pólítískar, trúarlegar eða persónulegar yfirlýsingar á blaðamannafundum í kringum keppnir. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Margir hafa gagnrýnt þessa nýju reglu, bæði ökumenn sem og mannréttindasamtök. Hamilton var spurður af því hvort hann væri tilbúinn að brjóta þessa reglu og eiga á hættu á að fá refsingu. „Þetta kemur mér ekki á óvart en það mun enginn þagga niður í mér um hluti sem ég hef ástríðu fyrir. Þessi íþrótt hefur líka ábyrgðarhlutverk að tala um hluti, vekja athygli á málefnum og benda á mikilvæga hluti ekki síst þegar við erum að ferðast á svo marga staði í heiminum. Það breytist því ekkert hjá mér,“ sagði Lewis Hamilton. „Það væri samt heimskulegt að halda því fram að ég vilji taka á mig refsisstig fyrir að taka um hluti,“ sagði Hamilton en hélt síðan áfram. „Ég mun samt halda áfram að segja mína skoðun, við erum enn með þennan vettvang og það er enn fullt af hlutum sem við þurfum að taka á,“ sagði Hamilton. Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton hefur í gegnum tíðina vakið athygli á alls konar óréttlæti ekki síst þegar kemur að kynþáttarfordómum en einnig hefur hann tjáð sig um umhverfismál og mannréttindi. Í desember breytti formúlan reglugerð sinni þannig að nú þurfa ökumenn að sækja um sérstakt leyfi til að koma með pólítískar, trúarlegar eða persónulegar yfirlýsingar á blaðamannafundum í kringum keppnir. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Margir hafa gagnrýnt þessa nýju reglu, bæði ökumenn sem og mannréttindasamtök. Hamilton var spurður af því hvort hann væri tilbúinn að brjóta þessa reglu og eiga á hættu á að fá refsingu. „Þetta kemur mér ekki á óvart en það mun enginn þagga niður í mér um hluti sem ég hef ástríðu fyrir. Þessi íþrótt hefur líka ábyrgðarhlutverk að tala um hluti, vekja athygli á málefnum og benda á mikilvæga hluti ekki síst þegar við erum að ferðast á svo marga staði í heiminum. Það breytist því ekkert hjá mér,“ sagði Lewis Hamilton. „Það væri samt heimskulegt að halda því fram að ég vilji taka á mig refsisstig fyrir að taka um hluti,“ sagði Hamilton en hélt síðan áfram. „Ég mun samt halda áfram að segja mína skoðun, við erum enn með þennan vettvang og það er enn fullt af hlutum sem við þurfum að taka á,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira