Handbolti

Tryggvi Garðar frá í nokkrar vikur vegna meiðsla

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tryggvi Garðar meiddist í leik gegn Flensburg.
Tryggvi Garðar meiddist í leik gegn Flensburg. Vísir/Hulda Margrét

Tryggvi Garðar Jónsson leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta verður frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Flensburg í síðustu viku.

Tryggvi Garðar fór af velli í leiknum gegn Flensburg eftir að hafa fengið högg á fingurinn. Við það slitnaði sin í baugfingri auk þess sem brot kom í fingurinn. Það er handbolti.is sem greinir frá þessu.

Tryggvi Garðar hefur verið í vaxandi hlutverki hjá Valsliðinu eftir HM-hléið en fyrir áramót fór af stað umræða í hlaðvarpinu Handkastið hvort Tryggvi Garðar ætti að finna sér nýtt félag vegna þess hve fá tækifæri hann fengi hjá feykisterku Valsliði.

Talið er að Tryggvi Garðar verði frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur en sá tími gæti orðið lengri. Tryggvi hefur misst af síðustu tveimur leikjum með Valsliðinu og var ekki í leikmannahópi liðsins í góðum sigri á Benidorm í Evrópukeppninni í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×